Enginn annar en Kevin karlinn Magnussen hefur skrifað undir samning við Haas-liðið í Formúlu 1. Daninn kemur í stað Rússans Nikita Mazepin sem liðið rifti samningi við sl. helgi.  

image

Steiner er ánægður með endurkomu Magnussen.

Orðljóti liðsstjórinn sem ég held svo mikið upp á, Guenther Steiner, sagði í viðtali sem birtist á F1.com að hann væri himinlifandi með það að fá Magnussen aftur:

„Það var engin spurning í okkar huga að hann væri sá ökumaður sem myndi styrkja stöðu liðsins til muna.“

Þeir Mick Schumacher og Kevin Magnussen verða því fulltrúar Haas í keppninni í Bahrain.

Tengt efni: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is