VW lagfærir vandamál í hugbúnaði í ID3-rafbílnum

FRANKFURT - Volkswagen hefur lagfært galla í hugbúnaðinum sem höfðu áhrif á afhendingar á ID3 rafbílnum þegar honum var hleypt af stokkunum.

ID3, sem er í svipaðri stærð og Golf, er lykiatriði fyrir VW vegna þess að bíllinn er sá fyrsti af nýrri kynslóð hagkvæmra langdrægra rafbíla sem byggjast á MEB-grunninum. VW hefur breytt verksmiðju sinni í Zwickau í Þýskalandi til að smíða rafbíla á þessum grunni.

image

ID3 er fyrsta ökutækið úr ID fjölskyldu rafbíla hjá VW.

Verkfræðingar hafa lagað gallana og ID3 bílar sem smíðaðir eru í Zwickau héðan í frá munu virka að fullu, sögðu stjórnendur VW. ID3 bílar sem þegar hafa verið afhentir viðskiptavinum verða innkallaðir og lagfærðir.

Hugbúnaðaruppfærslan þýðir að viðskiptavinir geta notað App Connect. Aukin raunveruleikaútgáfa af vörpun upplýsinga upp á framrúðuna mun einnig virka eins og áætlað var og mun varpa leiðsöguleiðbeiningum í sjónlínu vegarins.

VW stefnir að því að hraða ferlinu eins og kostur er og sumir ID3 bílar geta fengið uppfærsluna í lok árs.

Innköllunin verður þó ekki snögg heimsókn á verkstæðið. Hugbúnaðaruppfærslan er töluverð að stærð og gert er ráð fyrir að viðskiptavinir yfirgefi ökutæki sín á eina nótt til að lagfæra bilunina.

Um það bil 19 milljónir af þeim verða smíðaðir á MEB-grunninum, en mest af þeim sjö milljónum sem eftir eru munu nota öflugan PPE-grunn sem Audi og Porsche eru að þróa.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is