Á meðan fjöldi rafbílaeigenda hér á landi er á nálum vegna pollanna á götum borgarinnar er til fólk sem  í raun og veru leitar þá markvisst uppi og lætur vaða með tilheyrandi skemmdum og bilunum.

image

Skjáskot/YouTube

Nú er kannski ekki alveg rétt að tala hér um „poll“ því þetta er vað. Hvað sem það nú kallast þá geta pollarnir sem myndast á höfuðborgarsvæðinu verið býsna stórir. 

Fíflagangur og slysahætta

Á YouTube-rás nokkurri er aragrúi myndbanda sem tekin eru við Rufford Ford í Nottinghamskíri (Nottinghamshire) á Englandi. Yfir vaðið aka sumir geyst og skvetta á alla sem nálægir eru en aðrir fara hægt yfir. 

image

Þetta myndefni er fáránlega vinsælt og eru fjölmargir uggandi yfir þessari „dellu“ enda töluverð slysahætta í kringum sullið. 

image

Börn fylgjast með bílunum aka á fleygiferð í drullugt vatnið og fá yfir sig öll heimsins óhreinindi um leið og þau eru hársbreidd frá bílunum í sumum tilvikum.

En svo eru það stóru börnin. Einnig nefnd „fullorðnir“. Fullorðnir eru líka í sullinu og virðast engar áhyggjur hafa af hálfdrukknandi börnum, fljúgandi bílhlutum og fleira heimskulegu. 

image

Auðvitað bila margir bílanna eftir meðferðina og dráttarbílar eru tíðir gestir við vaðið. Svo má ekki gleyma fjölda bílnúmera sem fiska má upp úr drullupollinum þegar dregur úr umferðinni.

image

Á myndinni eru nokkrar númeraplötur sem Thomas Sunderland (sem heldur úti „sullrásinni“) og félagar dorguðu upp einn daginn. 


Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is