Þetta dómsdagsskrapatól er sagt hafa farið 2 milljónir kílómetra. Hvílík ruslahrúga á hjólum, ef hjól skyldi kalla! Hvað sem gengið hefur á þá lítur þessi Mazda 323 ´91 út fyrir að hafa lagt að baki 20 milljónir kílómetra, orðið fyrir loftsteinadrífu, eldgosi og sogast inn í skýstrók.

image

Hér vantar voðalega margt og best að hafa ekki fleiri orð um þetta.

Eigandinn byrjar á því að særa bílinn í gang með þeim torkennilega hætti sem vill loða við særingar almennt og allt í kringum það hvernig farartækinu er komið af stað er dularfullt og hrikalegt í senn en sannarlega kynngimagnað.

Ekki kemur fram hvar þetta fararhrúgald heldur til (svo maður geti varað sig á því) en þetta virðist vera langt í burtu frá Íslandi. Og líka langt í burtu frá umferðaröryggi, bifreiðaskoðunarstöðvum og slíku.

image

Skotthlerinn opnast. Með handafli, réttum verkfærum og þvermóðsku. Svo helst hann uppi með einhverju sterku. Trjádrumbur getur til dæmis dugað.

Þessu skylt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is