BL hefur afhent þrjú þúsund rafbíla

BL við Sævarhöfða afhenti síðasta fimmtudag þrjúþúsundasta rafbílinn frá því að fyrirtækið hóf sölu rafbíla árið 2013.

Bíllinn sem afhentur var er af gerðinni BMW iX Atelier xDrive40, sem er nýjasti fjórhjóladrifni jepplingurinn frá BMW og frumsýndur var við hátíðlega athöfn hjá BL í október á síðasta ári.

Bíllinn, sem hefur um 425 km drægni á rafhleðslunni, er 326 hestöfl og getur dregið 2,5 tonn á dráttarkróki sem er mesta dráttargetan á rafbílamarkaðnum.

Hreinir rafbílar með sífellt stærri sneið af kökunni

Sala rafbíla hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum samfara auknu framboði frá öllum helstu bílaframleiðendum heims enda nálgast hlutfall nýskráðra rafbíla nú að verða 20% í heildarsölu fólksbíla hér á landi. Sem dæmi um þessa þróun má nefna að frá því að BL nýskráði fyrsta rafbílinn árið 2013 liðu ríflega fimm ár þar til fyrirtækið hafði selt eitt þúsund slíka bíla, sem var í árslok 2018.

Mikið úrval rafbíla

Að lokum má geta að alls selur BL sextán mismunandi gerðir hreinna rafbíla frá níu framleiðendum, auk fjölda tengiltvinnbíla og er úrval nýorkubíla hvergi meira hér á landi. Frá 2013 hefur rúmur þriðjungur nýskráðra rafbíla á landinu verið frá framleiðendum sem BL hefur umboð fyrir. Sé bæði litið til nýskráðra og innfluttra notaðra rafbíla er hlutfallið 41,2%.

image

Í dag tók Pétur Steinþórsson flugmaður við lyklunum að nýjum og öflugum fjórhjóladrifnum BMW iX Atelier xDrive40, nýju flaggskipi BMW Group á rafbílamarkaðnum. Með honum á myndinni er Daníel Snær Sigfússon, söluráðgjafi BMW hjá BL, sem afhenti Pétri lyklana að nýja bílnum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is