Suss hvað hann er flottur! Eða hvað finnst ykkur? BMW M8 lítur hrikalega vel út að mati þeirrar er hér spilar á lyklaborðið.

image

BMW M8 Competition kemur sem Cabriolet, Coupé og Gran Coupé. Í þessum bílum er 4.4 l twin-turbo V8 vél sem skilar 625 hestöflum og 750Nm togi, átta þrepa skipting og aldrif.

Allt þetta ætti að geta skotið manni úr 0-100 km/klst á 3.2 sekúndum. Ekkert að því!

image

Allar gerðirnar eru auðvitað stjarnfræðilega vel búnar tæknilega og mikill elegans í öllu innan bíls og utan. Fjögur hjól, útvarp í steríó og svona.

image
image

Fyrstu bílarnir verða afhentir í mars og hann kostar, tjah, látum okkur sjá… Ah, ég ruglaðist af öllum þessum núllum en þetta er víst frá 22 milljónum kr. til 24 milljóna kr. Það er að segja fyrir markaðinn í Bretlandi.

image

Þangað til maður er búinn að safna getur maður hlýjað sér við þessar myndir. Og svo er myndband eða tvö hér fyrir neðan.

image
image
image
image
image
image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is