Rétt eins og sú staðreynd að sjaldgæft er að fólk í pollagalla sé töff þá er það nú svo að bílar í prófunum sem eru í felubúningi líta iðulega ögn kjánalega út. Búningurinn blekkir augað vissulega en með góðu ímyndunarafli má gera sér mynd af því sem innan hans er.

image

Í gær birti bílaspæjarinn mikli, á CarSpyMedia, myndband þar sem Rolls-Royce Spectre, rafbíllinn, var í prófunum í Þýskalandi. Þetta er fyrsti rafbíll framleiðandans og ef gömul gildi eru rifjuð upp þá voru einkunnarorð Sir Henry Royce m.a. þessi: „Taktu það besta sem völ er á og gerðu það betra.“

image

Af einhverjum ástæðum mælir bílaspæjarinn með því að maður hafi nú hljóðið hátt stillt meðan myndbandið (hér neðst) er spilað. Það er spes því þetta er rafbíll og eins og stendur skýrum stöfum á bílnum: „Perfectly noiseless“ [Fullkomlega hljóðlaus“]. En jú, auðvitað heyrist alls konar. Skjáskot/YouTube

Með þau orð í huga gæti bíllinn, Rolls-Royce Spectre, orðið alveg ofsalega góður. Það verður þó að koma í ljós síðar, eða á síðasta ársfjórðungi 2023. Þá er gert ráð fyrir að bíllinn komi á markað.

image

Rafbíllinn Rolls-Royce Spectre er væntanlegur á markað síðla árs 2023.

Tengt efni:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is