Er bóklega bílprófið alltof létt?

Nokkuð hefur verið rætt um hve ökupróf á Íslandi eru erfið. Sagt er að um 50% fall sé tengt nýlegu bóklegu bílprófi. Að sögn talsmanns Samgöngustofu ættu menn að líta á fyrsta fallið sem æfingu. Þá er spurning hvort annað fallið sé generalprufa og þriðja skiptið rétt merji menn prófið.

Guðbrandur Bogason var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis í fyrradag og hann fullyrðir að með flóknum fléttum, útursnúningum sé vísvitandi verið að fella nemendur á bóklegum ökuprófum.

Að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur er alls ekki markmið Samgöngustofu að fella nemendur á bóklegum ökuprófum.

image

Þrjár villur í sömu spurningunni

Prófin innihalda þrjátíu spurningar og hver spurning hefur þrjá svarmöguleika – allir geta verið rangir segir Guðbrandur. Samgöngustofa og Frumherji sjá um utanumhald bóklegra ökuprófa á Íslandi og hefur Frumherji einokunarvald á umsjón prófanna.

Þetta er fyrirkomulag sem fyrirfinnst á Íslandi árið 2022. Greitt er fyrir hvert skipti sem bóklega prófið er þreytt á staðnum og þú skrifar réttu svörin á prófblað.

Frumherji rukkar fyrir hvert próf og greiðir síðan Samgöngustöfu hluta þeirrar upphæðar.

image

Alltof erfið próf?

Að sögn Þórhildar er það alls ekki raunin, að prófin séu of erfið. Markmiðið er að nemendur séu sem best undirbúnir til að takast á við þá miklu ábyrgð sem felst í að stjórna ökutæki. Einnig kemur fram í viðtali við Þórhildi að það væri ekkert ólíklegt að eldri ökumenn féllu á bóklegu prófi án undirbúnings.

Það þýðir að þeir sem hafa haft ökuréttindin til margra ára, jafnvel áratuga myndu falla á bóklegu ökuprófi og vera með því óhæfir til að stjórna ökutæki.

Eru þá prófin ekki fullerfið? Væri ekki gagnlegra að kanna með einföldum hætti, án allra flækja og útúrsnúninga hvort viðkomandi hefði það sem þyrfti? Þetta eru víst ekki geimvísindi og þó merkileg séu.

image

Eftirtektarvert er að sjá að á vefsvæði Samgöngustofu þar sem hægt er að nálgast æfingaprófin eru ekki á öruggri vefslóð þar sem bílprófið snýst að sjálfsögðu fyrst og fremst um öryggi.

Hér má sjá unga konu slá í gegn í ökutíma

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is