VW mun sýna keppinaut Tesla á sýningunni í Beijing

Volkswagen hefur birt mynd af hugmyndabíl fyrir bílasýninguna í Beijing. Bíllinn er sagður vera keppinautur Tesla.

Volkswagen hefur staðfest komu nýs hugmyndabíls sem sýndur verður á bílasýningunni í Beijing í apríl. Bíllinn verður næsti meðlimur ID.-rafbílalínunnar.

Bíllinn, sem var fyrst kynntur á árlegri ráðstefnu VW 2022, verður rafknúinn fólksbíll sem er losunarlaus valkostur við Passat, en með sportlegri, sléttari prófíl. VW státar af 700 km drægni og er beint að gerðum eins og Tesla Model 3 og væntanlegum Ioniq 6 Hyundai.

image

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen sýnir ID.-hugmynd sem á að forsýna alrafdrifinn fólksbíl. Vörumerkið opinberaði ID.Vizzion hugmyndabílinn á bílasýningunni í Genf 2018, þó að koma uppfærðu hugmyndarinnar til Kína skilji eftir spurningarmerki um hugsanlegt framboð gerða í framleiðslu í Evrópu þegar hún kemur loksins á næsta ári.

„Það gefur sýn á hönnun næstu gerðar ID.fjölskyldumeðlims. Hann er með loftaflfræðilega hönnun, 700 km drægni “, sagði Brandstatter og gaf í skyn að bíllinn komi með teygðri útgáfu af MEB grunni hópsins með mikla rafhlöðugetu.

Kynningarmyndin sýnir flottan „saloon“ eða alvöru fólksbíl með sportlegustu túlkun á hönnun ID.-bílanna, sem við höfum séð hingað til. Mjó framljós eru tengd saman með ljósastiku í fullri breidd, en slétt yfirborð á hliðinni er í andstöðu við sportlegan framenda, með hyrndum og áberandi loftinntökum.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is