Það er óvenjuleg spyrna sem við skoðum hér í dag. Fjórir pallbílar; 835 hestafla rafpallbíll, 702 hestafla Hellcat V8, 450 hestafla twin túrbó V6 Ecoboost og í aukahlutverki er sá bíll sem í 30 ár var hraðastur allra pallbíla. GMC Syclone.

image

Þetta er ekki bara óvenjuleg spyrna heldur líka athyglisverð. Mjög ólíkir bílar keppa og svo bætist við gamli Syclone-inn sem sjálfur Kim Nielsen ekur en hann bjó til þennan ofurpallbíl á sínum tíma auk Typhoon. GMC Typhoon var SUV byggður á Syclone.

image

Myndatakan er flott og frá ýmsum sjónarhornum - ekki klikka á að sjá „gamla“ en hann kemur inn í miðju myndbandinu. Já, og hljóðið er ekki slæmt heldur þó að ekkert heyrist auðvitað í einum „keppandanum“.

Fyrir neðan myndbandið varð ég að setja inn eitt gamalt þar sem Syclone II og Ferrari 488GTB spyrna (stutt og gott – bara rúm mínúta):

Og Syclone II vs. Ferrari 488GTB:

Annað þessu tengt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is