Af nógu er að taka hvað misheppnuð aprílgöbb snertir. Meira að segja bílatengd göbb geta algjörlega misheppnast. Lítum á nokkur vandræðalega vond frá síðustu árum.

Árið 2019 var voða mikið gabbað, það er að segja þann 1. apríl. Þá var gabbað meira en aðra daga.

Toyota í Ástralíu kynnti „nýjan“ Toyota HiAce blæjubíl með „pie-ofni“ (pie = baka).

image

Með bökuofninum var sagt að útgáfan yrði kölluð PieAce…

image

Toyota í Norður-Ameríku boðaði komu pallbílsútgáfu af Yaris; Yaris Adventure. Sá bíll væri „kjörinn fyrir þá sem vildu geta sagt vinum sínum að þeir ættu pallbíl en færu aldrei út fyrir malbikaða vegi“ sagði í platinu.

image

Fréttatilkynningin sem var send út á sínum tíma var nokkuð löng en henni fylgdi þó aðeins ein mynd. Það er sannarlega torkennilegt.

Það besta er að fjöldi fólks óskaði þess að bíllinn væri í raun og veru að koma á markað og lýstu margir því yfir að þeir myndu kaupa svona bíl ef hann væri til í raun og veru!

Svo var það Formúla 1 gabbið sem er svo arfaslakt að maður fær bjánahroll við að minnast á það.

image

„Hraðari, grimmari og loðnari“ var yfirskrift nýrrar keppnisgreinar innan F1 þar sem keppendur „voru“ hundar. Æj, þetta er svo hræðilega vont að myndband þarf til að skýra málið:

Lamborghini tók þátt í sprellinu sama ár og auglýsti lúxus-hjólhýsi sem á myndinni virðist býsna stórt í samanburði við Huracán sem lítur út fyrir að draga hýsið.

image

Ekki er laust við að meint hjólhýsi líkist bílnum Lamborghini Urus.

Rétt eins og í tilviki Yaris pallbílsins þá sögðust nokkrir gjarnan vilja eignast slíkt tæki.

image

Árið 2020 var nú eins og það var og skautum framhjá því en 2021 var alveg með í vondum bílatengdum aprílgöbbum.

image

Í afþreyingarkerfi Alfa Romeo Stelvio áttu að vera filterar fyrir hliðarrúður farþega sem myndu láta þeim líða eins og þeir væru staddir á Ítalíu; Mílanó, Róm, Tórínó, við Como vatnið eða ströndina á Amalfi. Þannig mætti sjá útsýnið „í nýju ljósi“!

Farið varlega lesendur góðir og munið að í dag er dagur ólíkindatólanna.

Fleira tengt plati og alvöru: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is