Haustið 1984 var víst skrautlegt á Akureyri vegna músafaraldurs. Svo sagði alla vega í Dagblaðinu Vísi í desember það ár. Þar birtist bráðskemmtileg saga af Volvoeiganda nokkrum sem ók eins og „bandítt“ vegna músar í bílnum.

„Sandkorn“ blaðanna geta oft verið skemmtileg. Gott dæmi um það eru skrif blaðamanns Vísis, Jóns Baldvins Halldórssonar, frá 17. desember 1984. Segir hann þar frá því að músafaraldurinn á Akureyri hafi valdið margvíslegum vandræðum og jafnvel skrautlegum uppákomum.

Músaskítur í Volvo

Gef ég blaðamanni orðið og vísa hér beint í skrif hans:

image

Ekkert ómögulegt

Þegar maðurinn fór að kanna málið kom í ljós að það ekki væri ómögulegt að mús hefði komist í bílinn meðan hann var á verkstæðinu. Þar inni væri nefnilega stundum fóðurflutningabíll og í þeim leyndust oftar en ekki mýs.

„Volvoinn var til vonar og vara hreinsaður allur, blásinn og soginn hátt og lágt. Nú líður ein vlka og maðurinn er að aka eftir Glerárgötu þegar hann hrökk illilega víð. Framan við rúðuna er lítið loftræstiop og þar skriður upp mýsla ein. Hún hafði þá haldið til í bílnum í þrjár vikur.“

Burt!

Það er ekkert grín að vera með eitthvað kvikt á fleygiferð inni í bílnum en í þessu tilfelli var músin svona mitt á milli en þó fyrir utan. Það var líka alveg nóg til að gera allt vitlaust eins og segir í framhaldinu:

„Upphófst mikill glæfraakstur eins og i útlendum kvikmyndum þar sem bílstjórinn sveigði bílinn sitt á hvað á akreinunum þar til músin rúllaði útaf.“

Svo mörg voru þau orð!

Ljósmyndir: Wikipedia

Fleiri gamlar sögur úr umferðinni á Íslandi:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is