Rúmlega tvítugur náungi, sem hefur verið nafngreindur í fjölmiðlum vestra, ók á tvær einkaþotur og eldsneytisbíl á Love Field flugvellinum í Dallas á laugardaginn.

image

Við Love Field flugvöllinn í Dallas. Skjáskot/YouTube

Maðurinn, Jaime Salazar, er 21 árs og hefur gert ægilegan óskunda. Aðfararnótt laugardags ók hann, sótölvaður, á eitt og annað í kringum og á flugvellinum í Dallas.

image
image

Byrjaði hann á að dúndra á hliðið að flugvallarsvæðinu, því næst ók hann á eldsneytisbílinn og endaði á þotunum.

image

Auðvitað er GMC Sierra sem hann ók, alveg í köku eftir bankið.

Farið var með manninn á sjúkrahús vegna áfengiseitrunar. Salazar hefur áður verið handtekinn fyrir að aka undir áhrifum og eitthvað fleira hefur hann á samviskunni og sakaskránni.

image

Ljótt er það.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is