Mazda kynnir CX-90 á Bandaríkjamarkaði

2024 Mazda CX-90 þriggja sætaraða jeppi sýndur, með vali á 6 strokka línuvél eða PHEV

Hann er stærri, öflugri og skilvirkari en CX-9 sem hann mun leysa af hólmi

Fyrsti bíll Mazda sem notar nýjan afturdrifna grunninn, úrval tengitvinnvéla og sex strokka línuvéla er CX-60 jepplingurinn, svipaður þeim sem Brimborg er að selja hér á landi í dag. En þessi bíll kemur ekki til Ameríku, segir Autoblog vefurinn. Fyrir Bandaríkjamarkað er bílaframleiðandinn að koma með þriggja sætaraða 2024 Mazda CX-90. Og miðað við CX-9 sem hann leysir í raun af hólmi er nýr Mazda CX-90 stærri, kraftmeiri, skilvirkari og íburðarmeiri, bætir Autoblog við.

Kemur ekki til Íslands – en við fáum CX-80 í staðinn

Samkvæmt vef Mazda Motor Corporation í Japan hefur fyrirtækið tilkynnt áform um að stækka úrval jeppa frá 2022 og áfram.

„Að því er við vitum best, verða bílanir sem við fáum mjög svipaðir og bílarnir sem Mazda hefur valið að nefna CX-70 og CX-90 í Bandaríkjunum.

CX-60 bíllinn er því svipaður CX-70 á Bandaríkjamarkaði, og væntanlegur CX-80 sem kemur á okkar markaðssvæði er því svipaður CX-90 bílnum sem var verið að frumsýna í Bandaríkjunum“, segir Egill.

Kemur væntanlega hingað vorið 2024

Í framhaldi af samtali okkar fékk Brimborg þær fréttir frá Mazda í Japan að CX-80 bíllinn muni væntanlega ekki koma á markað hér á landi fyrr en á vormánuðum næsta árs, 2024, en áður höfðu menn vonast til þess að hann komi hingað á seinni hluta þessa árs.

Munu skapa jákvæðan vöxt

Á vefsíðu Mazda í japan segir að „Nýju evrópsku gerðirnar, Mazda CX-60 og Mazda CX-80, munu skapa jákvæðan vöxt í viðskiptum til langs tíma.

image

Framendinn er enn dálítið lítið áberandi, hugsanlega vegna þess að hönnun Mazda hefur verið aðlöguð að talsvert öðruvísi útliti á framenda.

image

Mælaborðið og upplýsinga- og afþreyingarhönnunin er næstum eins og í minni CX-60, og byggir vissulega á hönnun CX-50, með lágri, breiðri hönnun.

image

Tvær aflrásir í boði

En auðvitað eru hlutirnir „undir húddinu“ stærstu fréttirnar.

image

Mazda gaf ekki upp sérstakar tölur um sparneytni (enn í skoðun), en það leiddi í ljós að sex strokka vélin mun skila sér betur en núverandi CX-9, þrátt fyrir að CX-9 sé með fjögurra strokka og sé aðeins 250 hestöfl.

image

2024 Mazda CX-90 að aftan.

Auk þess hefur Mazda kynnt nýja fjöðrun með nýju aflrásarskipulagi. Fjöðrunin er sjálfstæð allan hringinn með tvöföldum klofspyrnum að framan og fjölliða fjöðrun að aftan.

(byggt á grein á vef Autoblog og upplýsingum frá Brimborg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is