Richard Hammond, fyrrum Top Gear karl og núverandi Drive Tribe og alls konar karl, er ekki eins kurteis og hann eitt sinn var. Hvort frægð eða peningar hafi þar einhver áhrif er ekki gott að segja en í það minnsta hefur hann gert nokkuð af því að rakka bíla YouTube bílafólks niður.

Í þessari klippu sem birtist á YouTube í gær, tekur bílakarlinn nokkra fyrir sem halda úti YouTube-rásum þar sem fjallað er um bíla. Hann skoðar bílana sem bílafólkið á og gerir óspart grín að þeim.

Sumt er dálítið fyndið en annað er beinlínis dónalegt. Samt getur maður verið sammála því að margir bílanna eru óheyrilega ljótir. Eða réttara sagt: Þeir hafa verið gerðir óheyrilega ljótir.

image

Richard Hammond í hláturskasti. Skjáskot/YouTube

Hér tekur Hammond fyrir nokkrar gerðir og má þar nefna: Ford Mustang, BMW E46 M3, BMW E61 M5, Lamborghini Huracan STO, Audi R8 Twin Turbo og Nissan 350Z. Jú, og hraunar hressilega yfir það sem eigendur bílanna hafa „gert þeim“

Þessu tengt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is