Er þetta grunnur að nýjum rafdrifnum Honda HRV?

    • Honda e: frumgerð sportjeppa opinberuð á sýningunni í Shanghai
    • Sá fyrsti af 10 rafknúnum bílum sem Honda hefur skipulagt næstu fimm árin

Honda hefur opinberað nýjan hugmyndabíl á bílasýningunni í Shanghai sem nú er í gangi. Nafnið er fremur ólýsandi og undarlegt, Honda sportjeppi e:prototype eða „frumgerð“, en lýsir nákvæmlega hvað það er - rafknúinn sportjeppi.

Þar sem Honda e rafbíllinn hefur fengið góða dóma var það eiginlega sjálfsagt að Honda myndi fylgja eftir með svipuðum hugmyndabíl í „crossover“-stíl.

Það er kallað sportjeppi, en í Asíu nær hugtakið bæði yfir „crossover“-bíla og jeppa byggða á stigagrind (ef þú ert að tala sérstaklega um þá síðarnefndu, myndirðu segja 4x4 eða 4WD). Og já, sportjeppar eru að taka yfir markaðinn í Kína líka.

image

10 rafbílar á leiðinni

Meira um vert, Honda hefur stór áform um rafvæðingu í Kína. Fyrirtækið segir að þessi sýningarbíll sé fyrsti af 10 rafknúnum ökutækjum sem það ætlar að kynna þar á næstu fimm árum.

Honda segir lítið um nánari tæknilýsingar, en það er þróun á sportjeppanum Honda e:concept eða hugmyndinni sem sýnd var í Peking árið 2020.

Ólíkt forveranum er þessi bíll nú með fjórar hurðir og það sem virðist vera raunverulegt hleðslutengi á bak við Hondamerkið á framendanum.

image

Stóru loftinntökin að framan eru horfin, í staðinn fyrir hreint yfirborð sem er með par af (líklega ekki á bílnum sem fer í framleiðslu) LED ljósastikum neðst. Þegar á heildina er litið vekur útlitið upp hugmynd um örlítið meira aðlaðandi HR-V, með andstæðu þaki og meira kantaðar hliðar.

Það uppfærir núverandi leiðsögu- og upplýsingakerfi einnig og mun byrja að sjást í bílum Honda síðar á þessu ári.

image

Þessi sportjeppi e:prototype lítur út fyrir að vera tilbúinn í framleiðslu og það kæmi ekki á óvart að sjá aksturshæfa útgáfu fljótlega.

(byggt á fréttum frá bílasýningunni í Shanghai, Autocar og Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is