H5N1? Nei, það er fuglaflensa. Ó! Afsakið. Ætli það sé þá ekki bZ4X? Jú, en þá er stóra spurningin hvort það sé Toyota bZ4X XLE FWD eða bZ4X AWD XMODE. Settist einhver á „takkabrettið“ eða hvaða flækja er þetta eiginlega? Er búið að útrýma nöfnum eins og Fiat Panda?

image

Við byrjuðum á Toyota bZ4X XLE FWD og Toyota bZ4X AWD XMODE. Þetta er ekki einhver tilviljanakennd bók- og tölustafaruna. Ekki frekar en í öðrum tilfellum. Rýnum aðeins í stafahalann:

image

XLE er fyrir Executive Luxury Edition og FWD fyrir front-wheel drive.

image

Þannig að ef maður vildi þylja þetta allt upp kæmi út: Toyota beyond Zero Four Crossover Executive Luxury Edition front-wheel drive.

Þá væru allir farnir því enginn nennir að hlusta á svona romsu. Held ég.

Þá er nú betra að eiga Toyota AYGO.

image

MG ZS EV. Ljósmynd/Malín Brand

image

MG HS Plug-in Hybrid. Ljósmynd/Pétur R. Pétursson

Honda HR-V e:HEV en HEV stendur fyrir (Hybrid Electric Vehicle).

image

Honda HR-V e:HEV. Ljósmynd/Honda

Úr stafasúpu í orðasúpu

Land Rover Range Rover Sport HSE Autobiography Dynamic P400e

image

Úff… Þetta er nú ekki skemmtilegt. Ekki frekar en þetta:

Eina með öllu og Fiat Uno. Málið dautt.

Porsche Panamera Turbo S E-Hybrid Sport Turismo

image

BMW Individual M760Li xDrive Model V12 Excellence THE NEXT 100 YEARS

image

Ekki láta þessar fara framhjá þér:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is