Það gekk á ýmsu árið 1981: Gríðarlegt óveður í febrúar, mikil ölvun um páskana og svo ofan á allt fæddist undirrituð um sumarið. Þetta eru þó alls kostar ótengd atvik. Held ég. Í Vísi var skrifað um svakalegt páskaskrall Grindvíkinga og birtist umfjöllunin fyrir 41 ári, næstum upp á dag.

image

Vísað var í Verðlagsstofnun í bílaauglýsingum (mynd hér fyrir ofan) og fólk gat unnið bíla í happdrætti DAS.

image
image

Siggi var lesinn með morgunkaffinu og meinlokur þóttu gott grín innan um sveittar samlokurnar.

image

Samlokur, langlokur og meinlokur... Skjáskot úr blaðinu þann 21. apríl 1981

Já, gott fólk, árið var 1981, bjórinn var bannaður og Loki átti lokaorðið í dagblaðinu Vísi.

Eftir páskana það árið, nánar tiltekið þriðjudaginn 21. apríl, birtist frétt sem byrjaði svona:

Úff, ekki var þetta nú hressandi lesning heldur frekar hræðileg. En svo komu bílarnir inn í þetta ófremdarástand og það gat auðvitað ekki farið vel. Segir svo í framhaldi fréttarinnar:

„Um kl. 5 um morguninn missti ungur piltur stjórn á Mustang bifreið sem hann hafði að láni, og skeði óhappið á mótum Ásabrautar og Hraunbrautar. Mustangbifreiðin skall þar á Mercedes Benz bifreið sem stóð inni í heimkeyrslu húss. Slík var ferðin á Mustangbílnum að hann kastaði Benzinum í gegn um lokaða bílskúrshurðina og klesstist hann þar á Ladabíl sem var þar inni og kastaði honum út að vegg hinum megin í skúrnum. Bílarnir eru mikið skemmdir eftir ef ekki ónýtir. Fimm manns voru í Mustang bílnum og þykir það kraftaverk að engan skyldi saka. Ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis.“

Hvað næst?

Nú skyldi maður ætla að þessum ósköpum væri lokið enda löngu komið nóg! En nei, þetta er ekki búið. Ekki aldeilis.

Vargar í veiðistöð

Þá hafa óhöppum þeirrar páskahelgar í Grindavík verið gerð skil en fréttinni lauk þó á hughreystingarorðum til lesenda og höfum þau orð sömuleiðis lokaorðin hér, nema Loki vilji ólmur eiga lokaorðin eins og fyrir 41 ári.

„Eins og gefur að skilja á þessi lýsing hér að framan ekki við alla bæjarbúa, heldur aðeins lítinn hóp þeirra. En það þarf ekki marga varga í veiðistöð til þess að allt fari á annan endann, og á því fékk lögreglan í Grindavík að kenna um bænadagana.“

image

Fleira úr íslenskum fortíðarveruleika:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is