Vegakerfið í Úkraínu og bílarnir sem þurfa að þola það

Um páskana birtum við grein með myndum sem Hafliði Birgir Ísólfsson sendi okkur.

Þegar maður fer í gegnum Danmörku, Þýskaland og Pólland þá rúllar maður eftir sléttum og beinum góðum vegum, reyndar fer maður í gegnum ansi mörg vegtollahlið í Póllandi eða 5 stk. og hef ég aldrei séð svona mörg hlið á einum þjóðvegi og er ég búinn að ferðast víða.

Þegar komið er inn í Úkraínu tekur hins vegar allt annað við þegar kemur að vegum, gatna og þjóðvegakerfið er svo illa farið að ég hélt að ég væri kominn áratugi aftur í tímann enda sagði konan mín sem er frá Úkraínu að vegakerfið hefði verið í niðurníðslu svo áratugum skiptir. er þar bæði um að kenna spillingu og fjármagnsleysi út af bröltinu í Pútin í austanverðu landinu að kenna.

Þegar farið er frá landamærastöðinni Úkraínu megin tók við ca.5-6 km. kafli þar sem við þræddum stórar holur (sumar vel djúpar) og heljar sprungur og það verður satt best að segja að fara varlega í þjóðvega keyrslunni þegar kemur að því að gefa í svo illa eru vegirnir farnir.

Á leið okkar milli Kiev og Odesa var reyndar verið að endurbyggja tvo stóra kafla sem er af hinu góða, þar var hraðinn dreginn verulega niður með góðum merkingum en ökumenn þarna fara ekkert eftir því, umferðarmenningin er ekki betri en þetta (minnir svolítið á ónefnt sker í norðanverðu Atlantshafi).

Á þjóðvegum Úkraínu er skortur á hraðamerkingum þannig að maður veit ekkert hvort maður er á réttum hraða eður ei, það eru tvær akreinar í báðar áttir og miðað við breidd veganna og öll vegriðin sem eru til fyrirmyndar þá ætti hámarkshraðinn að vera 100-120 km. en miðað við ástandið þá þorir maður varla að fara yfir 90.

Hins vegar hika ökumenn ekki við að keyra á 130-150 og sáum við allavega tvö slys bara út af lélegu ástandi veganna og hraðaksturs, annar bíllinn var nýlegur BMW sportbíll og fór hann mjög illa og hitt voru tveir trukkar.

En nú skulum við snúa okkur að örfáum myndum úr ferðinni og það er margt skemmtilegt að sjá þegar kemur að bílum.

Eftir að hafa keyrt alla nóttina í gegnum Danmörku og Þýskaland (allir gististaðir lokaðir) Komum við í Pólland og gistum í 2 daga hjá vinafólki.

image

Þar fórum við á byggðasafn og fundum gömul landbúnaðartæki og vörubíl af Lublin 51 gerð en þeir voru smíðaðir með leyfi GAZ verksmiðjanna.

image

Lada 16 (ekki 1600 heldur módel 16) í Kiev, ég tók reyndar eftir því að þegar öll bílastæði sem liggja meðfram götum eru full þá leggja menn bara bílum sínum uppá gangstéttina samsíða hinum og slíkt er sagt vera normalt (löggan hér væri fljót að roðfletta mann lifandi).

image

Moskvitch '76-'80,tekin í Yuzhne sem er rétt fyrir utan Odesa.

image

Trukkur af GAZ gerð, sennilega '87 en þeir voru framleiddir lítið breyttir frá 1956 fram til ca.1990.

image
image

Tavria: sagt er að þeir hafi upphaflega átt að vera rafmagnsbílar þar sem yfirbyggingin er mjög létt en ekkert varð úr þeim áformum svo þeir fengu 1,2 lítra vél í staðinn.

image

Hér er station Lada sem er ca.'80 árgerð en þarna úti kallast þær model 2.

image

Volga sem ég er ekki viss með árgerð á, sennilega í kringum '90 árgerð.

image

Moskvitch '76-'78 árgerð.

image

Lada 1200 sem er kölluð Kapeika í Úkrainu og Rússlandi.

image

Chevrolet Niva, GM var víst með puttana í rússneskri bílaframleiðslu um tíma.

image

ZAZ, hugsanlega '62-64 árgerð, greyið notaður sem auglýsingaskilti.

image

mGAZ vörubíll, ekki viss um árgerð.

Við þökkum Hafliða fyrir þessar myndir og lýsingu á vegakerfinu í Úkraínu.

Veruleikinn sem fólk lifir við víða er um margt ólíkur því sem við eigum að venjast eins og í þessu tilfelli varðandi bílana og vegakerfið.

En þau tíðindi bárust um sama leiti og Hafliði sendi þennan ágæta pistil um frekar bágborið vegakerfið í Úkraínu að Rússar ætluðu að draga herafla sinn frá landamærunum.

Rússar hafa einfaldlega áttað sig á tveimur staðreyndum, ef þeir ráðast inn í landið þá verða hertólin þeirra fyrir stórtjóni á holóttum vegunum og undir hernámi lendir kostnaðurinn við að gera við vegina og að viðhalda þeim, á þeim sjálfum. Það einfaldlega svarar ekki kostnaði að gera innrás í Úkraínu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is