Arctic Trucks og Isuzu í samstarf

Nýr Isuzu D-Max Arctic Trucks AT35 pallbíll kynntur

Torfærueinbeittur Isuzu D-Max Arctic Trucks AT35 pallbíllinn lofar mikilli torfærugetu fyrir tæp 50.000 pund

image

Isuzu hefur áður verið í samstarfi við íslenska jeppabreytifyrirtækið Arctic Trucks til að þróa endurbætta útgáfu af fyrri kynslóð D-Max, en þetta er í fyrsta skipti sem AT35 umbreytingunni er bætt við nýja tegundarúrvalið, og núna er Auto Express að kynna þetta fyrir sínum lesendum.

image

Japanski framleiðandinn forsýndi fyrst forframleiðsluna af D-Max AT35 gerðinni á atvinnubílasýningunni 2021, þar sem áberandi nýtt útlit og aukinn veghæð undirstrikaði aukna torfærugetu pallbílsins.

Styrktur undirvagn og upphækkun

Á heimasíðu Arctic Trucks má lesa eftirfarandi um þessa breytingu:

    • Bíllinn hækkar undir lægsta punkt
    • Aukið veggrip og mýkri akstur á grófum vegum
    • Aukið flot
    • Bíllinn verður stöðugri
    • Útlitsbreyting

Breytingar á hefðbundnum D-Max fela í sér að bætt er við styrktum undirvagni, upphækkaðri Bilstein fjöðrun og 35 tommu dekkjum með stóru þvermáli á einstökum álfelgum. Breiðari hjólaskálar hylja dekkin en útvíkkuð stigbretti hjálpa til við að komast að upphækkuðu tvöföldu stýrishúsi. Og góðu fréttirnar fyrir viðskiptanotendur eru þær að endurbæturnar hafa ekki áhrif á burðargetu D-Max eða dráttargetu, sem þýðir að hann er áfram flokkaður sem atvinnubíll í skattalegum tilgangi.

image

William Brown, framkvæmdastjóri, Isuzu UK sagði „Við erum svo ánægð með að setja Isuzu D-Max Arctic Trucks AT35 á markað, eftir að hafa fyrst kynnt hugmyndina á CV Show í fyrra.

Þessi nýja gerð fyrir Isuzu-línuna sýnir í raun hversu aðlögunarhæfur og fjölhæfur D-Max grunnurinn er, og með AT35 sýnum við hversu öflugt farartækið getur verið…“

image

Fjöðrun í torfærum

D-max AT35 notar sérsniðið Bilstein fjöðrunarkerfi sem hjálpar til við að auka heildarhæð um 50 mm miðað við hefðbundna pallbílagerð. Frá jörðu er nú 266 mm að framan og 290 mm að aftan, með aðkomu- og brottfararhorn 35 gráður og 29 gráður í sömu röð. Ekki ætti það að hafa of mikil áhrif á þægindi, þar sem Isuzu heldur því fram að stærri dekkin, öflugir gormar og demparar bæti aksturinn á grófu yfirborði án þess að hafa áhrif á gangverkið í akstri.

image

Staðlað sett inniheldur níu tommu margmiðlunarkerfi með Apple CarPlay og Android Auto tengingu, þráðlausa hleðsluplötu fyrir snjallsíma og átta hátalara hljóðkerfi, en leðurklæddu sætin eru með Arctic Trucks merki á höfuðpúðum.

image

Isuzu D-Max Arctic Trucks AT35 pallbíllinn kostar frá 47.999 pundum (ISK 7.895.835) á markaði í Englandi fyrir sex gíra beinskiptingu, eða 49.499 pundum (ISK 8.142.585) ef þú velur afbrigði með sjálfskiptingu.

(frétt á vef Auto Express og á vef Arctic Trucks)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is