Nýr 2022 Volkswagen Amarok pallbíll á leiðinni

Nýi Volkswagen Amarok pallbíllinn kemur síðar á þessu ári byggður á grunni Ford Ranger

Volkswagen hefur kynnt næstu kynslóð Amarok pallbílsins lítillega á undan fullri birtingu hans síðar árið 2022. Fyrirtækið birti röð mynda sem sýna frumgerð pallbílsins sem er í lokaþróun.

image

Nýju myndirnar sýna pallbílinn sem er í prófun ásamt kynningarmyndum gefa okkur góða hugmynd um við hverju má búast þegar dularklæðin falla.

Stærri og með lengra hjólhaf

Hann verður stærri en forverinn, 100 mm lengri með heildarlengd 5.350 mm. Hins vegar vex hjólhafið enn meira, um 175 mm í 3.270 mm.

image

Sett af stigbrettum er einnig með áberandi ásamt tveggja tóna afturstuðara og „Amarok“ áletrun sem er stönsuð inn í afturhlerann.

Þrátt fyrir þessar sérsniðnu smáatriði er útlit nýja bílsins skýr vísbending um uppruna Ford Ranger og deilir í stórum dráttum sömu prófílmynd og systurgerð hans.

image

Alveg nýtt útlit að innan sem utan

Volkswagen lýsir þessum Ford Ranger keppinaut sínum þannig að hann hafi „alveg nýtt útlit að innan sem utan“ og „enn víðtækari búnað um borð“, þar á meðal „talsvert fleiri ökumannsaðstoðarkerfi“ og nýja tengimöguleika.

Fyrirtækið heldur því einnig fram að það muni innihalda „nýjungar" sem hafa ekki sést áður í þessum flokki.

Tæknilegar upplýsingar um Amarok eru enn ekki miklar en VW hefur staðfest að pallbíllinn verði knúinn túrbó V6 dísilvél. Ford Ranger, sem er byggður á sama udnirvagni er með 3,0 lítra vél og það er allt líklegt að sama aflrásin verður notuð í Amarok.

image

Byrjunarútgáfur af Amarok verða líklega knúnar einni af 2,0 lítra dísilvélum Ford með forþjöppu.

Nýr Ranger er nú þegar boðinn með uppfærðum útgáfum af fjögurra strokka vélum fyrri gerðarinnar - og litlar líkur eru á að Volkswagen muni endurhanna grunninn til að henta sínum eigin fjögurra strokka dísilvélum, vegna þess að kostnaðurinn yrði óhóflegur.

Smíðaðir í Suður-Afríku og Argentínu

Volkswagen hefur einnig staðfest nokkrar upplýsingar um framleiðsluáætlanir næsta Amarok. Bíllinn verður framleiddur í Suður-Afríku og Argentínu og verður fluttur út um allan heim frá þessum tveimur stöðum.

Aftur á móti var fyrri gerð með framleiðslustöð í Hannover, sem útvegaði evrópskum markaði farartæki.

Volkswagen og Ford staðfestu áætlanir um samstarf á framleiðslu atvinnubíla og pallbíla sumarið 2020, sem hluti af víðtæku sambandi milli bílarisanna á ýmsum sviðum fyrirtækja þeirra.

image

„Volkswagen Commercial Vehicles hefur tekið stórt stefnumótandi skref með því að koma á samstarfi við Ford.

Arftaki Amarok verður einn af fyrstu bílum þessa samstarfs,“ sagði forstjóri Volkswagen Group, Herbert Diess á sínum tíma.

Vörumerkin tvö hafa einnig tilkynnt um margra milljarða punda fjárfestingu í sprotafyrirtækinu Argo AI, en frá og með 2023 mun Ford framleiða rafbíla á MEB vettvangi Volkswagen Group.

(frétt á vef Auto Express – myndir frá VW)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is