JLR telur að rafhlaðan sé ekki besti kosturinn fyrir þunga jeppa

Samkvæmt fret á vefnum Automotive News Europe telur Jaguar Land Rover að rafhlaðan sé ekki rétta lausnin fyrir stærstu jeppa þeirra þar sem bílaframleiðandinn að fikra sig að endanlegu markmiði sínu um að draga úr losun frá bifreiðum sínum í núll.

Land Rover er um þessar mundir að bæta við tengitvinngerðum við sitt svið, þar á meðal hinum nýja Defender, en hefur hingað til ekki tilkynnt um neina gerð sem eingöngu notar rafhlöður.

Jaguar var með fyrstu framleiðendum sem bjó til rafknúið farartæki þegar þeir komu fram með I-Pace sportjeppann.

image

Land Rover vörumerki JLR bætir um þessar mundir innbyggðum blendingamódelum við sitt svið, þar á meðal nýja Defender, á myndinni hér að ofan, en hefur hingað til ekki tilkynnt um gerð sem eingöngu notar rafmagn frá rafhlöðum.

Rogers lýsti vetni sem „frábærri“ lausn vegna þess að fljótlegt væri að fylla á, en sagði að það væri áfram vandamál hvað varðar losun.

„Það er aðeins skynsamlegt ef þú ert að búa til vetnið með endurnýjanlegri orku,“ sagði hann. Algeng leið til að búa til eldsneytið notar rafmagn til að kljúfa vatn í vetni og súrefni.

JLR gæti notið góðs af samstarfinu við BMW eftir að hafa samþykkt í júní að vinna með þýskum keppinaut sínum á rafknúnum drifbúnaði.

BMW sagði þó að þeir horfi frekar á rafhlöður frekar en efnarafal til að búa til „núlllosunarbíla“.

„Þróunin sem við reiknum með að verði í rafhlöðum myndi gera bíla sem aðeins notar rafhlöður að hagkvæmustu lausninni“, sagði Klaus Froehlich, stjórnarmaður á þróunarsviði BMW Group á NextGen viðburði fyrirtækisins í júní.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is