Bílaframleiðandinn VW býst við að skortur á hálfleiðurum muni minnka á seinni hlutanum og stuðla að aukinni framleiðslu.

Samkvæmt fréttinni hér að neðan, sem kemur frá fréttastofum Bloomberg og Reuters, þá er farið að birta til í bílaframleiðslunni, sem byggir á betra ástandi í birgðakeðjunni, einkum varðandi afhendingu háfleiðara og tölvukubba, minni áhrifum frá kórónavírus og stríðinu í Úkrainu.

Bílaframleiðandinn býst við að skortur á hálfleiðurum muni minnka á seinni hlutanum og stuðla að aukinni framleiðslu.

VW hefur gert hlé á framleiðslu í Wolfsburg verksmiðjunni nokkrum sinnum undanfarna 12 mánuði vegna varahlutaskorts. Myndin er frá þeirri deild verksmiðjunnar sem stansar hluta yfirbygginga.

image

VW hefur þurft að gera hlé á framleiðslu í sumum verksmiðjum í Evrópu, annað hvort vegna þess að birgjar vírvirkja í Úkraínu gátu ekki afhent íhluti eða vegna þess að ekki var nóg til af tölvukubbum eða örflögum.

„Við notuðum stöðu okkar sem raunverulegt alþjóðlegt fyrirtæki til að koma jafnvægi á framleiðslu á mörkuðum okkar og létta þrýstingi þar sem framboðsvandamál voru og vöruskortur,“ sagði forstjórinn Herbert Diess við blaðamenn á miðvikudaginn.

VW sagði í yfirlýsingu að það búist við að sala aukist um 8 til 13 prósent og rekstrarhagnaður frá 7,0 prósentum til 8,5 prósenta árið 2022. Fyrirtækið sagði að alþjóðleg uppsetning þess gerði kleift að forgangsraða svæðum og vörum með mikla framlegð.

Diess benti á óvissu vegna átakanna í Úkraínu og heimsfaraldursins og bætti við að fyrirtækið gæti ekki séð fyrir að fullu sem stendur sem versnandi ástandið myndi hafa, þar á meðal hugsanlegt bann við innflutningi á rússneskri orku.

Mikil eftirspurn í deildum samstæðunnar sem byggja á sportbílum og lúxusmerkjum, einkum eftir Porsche 911, Panamera og Cayenne, hjálpaði til við að auka rekstrarhagnað deildarinnar upp í 1,4 milljarða evra og skila 18,6 prósenta framlegð.

VW staðfesti áform um að skrá Porsche í hlutafjárútboði á fjórða ársfjórðungi.

(Automotive News Europe og Reuters og Bloomberg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is