Nýr sjö sæta Volkswagen ID.Buzz sést í prófunum

Gerðin með lengra hjólhaf mun halda sömu áberandi hönnun og venjulegur ID.Buzz

Frá því að Volkswagen frumsýndi ID.Buzz hefur verið töluvert talað um hvernig lengri sjö til átta sæta gerð myndi koma út.

image

Þetta er fyrsta sýn okkar á nýjan Volkswagen ID.Buzz með löngu hjólhafi. Hann sést hér vera enn í þróun, og hannaður til að vera enn hagnýtari útgáfa af rafknúnum fjölnotabíl með sjö sætum í stað venjulegra fimm.

image

Þessi gerð hefur sést áður á kynningu á sjö sæta ID.Buzz í fjárfestakynningu árið 2022 sem leiddi í ljós innra skipulag bílsins.

image

Njósnamyndirnar sem birtust á vef Auto Express hafa náð ID.Buzz í prófunarskilyrðum í vetrarfærð með nokkuð léttum felulitum, sem bendir til þess að full birting sé yfirvofandi. Ytri hönnunin er nokkurn veginn eins og á staðalgerð ID.Buzz, þar sem auka lengdin kemur fram í hjólhafinu.

image

Þrátt fyrir aukið pláss fyrir stærri rafhlöðupakka er líklegt að það megi sjá afkastagetu upp á 77kWh, sem sendir 201 hestafl og 310Nm af tog á afturhjólin.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is