Renault Twingo Electric bætist í hóp ódýrra rafbíla

image

Sérstök byrjunarútgáfa af Renault Twingo Electric, sem kallast Vibes, mun kosta 26.450 evrur í Frakklandi. Grunngerðin mun kosta 21.350 evrur, eða sem nemur 3,5 milljónum ISK.

PARÍS - Renault hefur tilkynnt verð sem byrjar á 21.350 evrum (um 3,5 milljónir ISK) fyrir rafknúna útgáfu af Twingo smábílnum sem fer í sölu í Frakkalndi frá og með haustinu.

Grunnverðið gerir Twingo Electric meðal ódýrustu rafknúinna ökutækja sem seld eru í Evrópu. Smart ForFour EQ, sem deilir mörgum íhlutum með Twingo og er smíðaður í sömu verksmiðju, byrjar á 27.350 evrum í Frakklandi.

Twingo Electric mun hafa tvö aðal búnaðarstig auk sérstakrar upphafsútgáfu (sjá töflu hér að neðan). Bíllinn getur fengið allt að 7.000 evrum í lækkun verðs vegna vistvænna þátta í Frakklandi, auk úreldingarhvata upp á nokkur þúsund evrur.

Kemst 190 til 270 km á rafmagni

Renault segir að Twingo Electric hafi 190 km aksturssvið samkvæmt WLTP ferlinu í blönduðum akstri og allt að 270 km samkvæmt WLTP prófunum utan þéttbýlis.

Bíllinn er með 22 kílówattstunda rafhlöðu sem hægt er að hlaða með allt að 80 km drægni á 30 mínútum á sérstakri 22 kílóvatta hleðslustöð.

Renault hefur sagst vonast til að rafmagns Twingo nái 15 til 30 prósentum af heildarsölu líkanalínunnar, allt eftir því hvernig hvatning EV spilar. Bílaframleiðandinn beinist að kaupendum í þéttbýli sem og eftirlaunafólki sem þarfnast þægilegs bíls til styttri ferða.

Franski iðnaðargreinandinn Inovev spáir því að Renault muni selja 25.000 rafútgáfur af Twingo árlega.

Aðrir ódýrir rafbílar í boði í Evrópu eru Seat Mii Electric, á 20.869 evrur í Frakklandi; Skoda Citigo e-iV, á 21.600 evrur; Volkswagen e-Up, á 23.440 evrur; og Smart ForTwo EQ á um 25.000 evrur í Frakklandi.

Öll þessi ökutæki gætu brátt verið orðin dýrari en Dacia Spring, væntanlegri útgáfu af Renault Kwid smábílnum. Spring er seldur í Kína undir ýmsum vörumerkjum af samstarfsaðilum Renault þar fyrir minna en 10.000 evrur, þó ekki hafi verið tilkynnt um verð fyrir Evrópu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is