Nýr rafbíll í Passat-stærð frá Volkswagen

Nýr Volkswagen Aero B sást á ferðinni en hann er væntanlegur 2023

Nýi bíllinn í Passat-stærð, alrafmagnaður Volkswagen Aero B mun vera á uppfærðum MEB-grunni og gæti komið með 700 km drægni

Væntanlegur Volkswagen Aero B hefur enn og aftur sést á ferðinni, og myndir af honum gefa okkur bestu sýn til þessa á nýja Tesla Model 3 keppinautinn.

Að framan er „nefið“ stutt og lágt sem er betra varðandi loftmótsstöðu og hönnun á neðra grilli og framljósum minnir á ID.4.

image

Það er áberandi inndráttur á hliðinni á Aero B, alveg eins og sá sem sést á nýja ID.5. Afturendinn á þessum myndum er enn dulbúinn en búast má við svipaðri hönnun og á öðrum bílum í rafknúnu úrvali VW.

Bíllinn ber enn kóðaheitið „Aero B“ en hann mun keppa við bíla eins og Tesla Model 3, Polestar 2 og væntanlega Hyundai Ioniq 6 þegar hann kemur á markað árið 2023.

Aero B var fyrst sýndur sem hugmyndabíll, kallaður ID.Vizzion, á bílasýningunni í Genf 2018. Gert er ráð fyrir að nafnið verði í stíl við aðra ID-bíla frá VW. Árið 2018 lofuðu yfirmenn Volkswagen að fullbúinn bíll myndi geta farið 600 km á einni hleðslu, en með uppfærða MEB undirvagninum gæti nýi Aero B rofið þann múr.

image

Í kynningu á rafbíladegi UBS í París sýndi VW „endurbætur“ á MEB-undirvagninum, sem gæti verið frumsýndur á Aero B.

Miðað við stærri grunn Aero B ætti VW að geta komið stærstu rafhlöðum sínum þar fyrir án mikilla vandræða.

Afköst ættu líka að aukast þar sem möguleiki er á að öflug  fjórhjóladrifin GTX útgáfa muni hafa 0-100 km/klst tímann 5,5 sekúndur. Núverandi ID.4 GTX sportjepplingur skilar 295bhp og 310Nm togi svo öflugur Aero B gæti bætt það enn.

image

Að lokum mun Volkswagen setja á markað stationútgáfu af Aero B líka, eins og forsýndur var með ID. Space Vizzion hugmyndabílnum á bílasýningunni í LA 2019. Hugmyndabíllinn var einnig búinn tveggja mótora rafdrifinu, sem skilar 335 hestöflum.

Það á þó eftir að koma í ljós hvort þessi aflrás kemst í framleiðslu.

Að innan er gert ráð fyrir að Aero B muni deila sama stóra stafræna mælaborði og 10 tommu upplýsinga- og afþreyingarkerfi og hinar af MEB gerðum Volkswagen með möguleika á stærri 12 tommu skjá á toppgerðum.

(fréttir á vef Auto Express, Inside EVs og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is