Það vita flestir hver Jürgen Klopp er. Meira að segja mestu antisportistar vita að þessi maður tengist knattspyrnu. Hann hefur síðustu tíu árin ekið um á Opel og hafa einhverjir furðað sig á manninum á stationbílnum.

image

Klopp á sínum stationbíl árið 2019

Skipt um gír og bíl

Það er vissulega ekkert að því að ferðast til og frá vinnu á Opel – nema auðvitað ef bíllinn er bilaður. Málið er að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, átti Porsche sem hann ók í hálft ár en skipti yfir í Opel árið 2012.

Það er engin tilviljun því Klopp undirritaði samning við Opel 2012: „Ég hef geymt Porsche-inn í bílskúrnum frá því ég skrifaði undir samninginn við Opel,“ sagði hann í viðtali 2012.

image

Mynd/Stellantis.com

Samningurinn var endurnýjaður í júní 2017 og áfram ók Klopp bíl af gerðinni Opel. „Já, þetta er Insignia. Dísilbíll,“ sagði hann og hafa ýmsir bent á að þarna kristallist nú karakterinn: „Maður sem þénar fleiri milljónir punda á ári er svo jarðbundinn að hann er hæstánægður með venjulegan og ódýran fjölskyldubíl sem lítið ber á,“ sagði í grein um Klopp á vef Soccer AM.

Af hverju er þetta til umfjöllunar?

Það er nú það! Ýmsir ráku upp stór augu þegar Jürgen Klopp mætti á svakalegum Bentley Continetal GT á einhvern viðburð um daginn.

image
image

Kátur Klopp á nýjum Bentley

Hvort hann muni nokkurn tíma aftur sjást í auglýsingu fyrir Opel er ekki gott að segja en víst er að til eru um 20 auglýsingar (jafnvel fleiri) þar sem Klopp er andlit Opel.

Klopp er sumsé með ökuréttindi, ólíkt sumum nafntoguðum einstaklingum: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is