Í ágúst 1996 keypti rapparinn 2Pac, eða Tupac Shakur, afskaplega fínan Hummer H1. Mánuði síðar, föstudaginn 13. september, var Tupac allur. Hann lést af völdum skotsára sem hann hlaut þegar skotið var á bíl sem rapparinn var í, á leið frá hnefaleikaviðureign Tysons og Sheldons.

image

Mynd/Goldin.co

Bíllinn sem skotið var á er þó ekki sá Hummer sem hér um ræðir heldur bíll sem Tupac var farþegi í. Núna er Hummerinn, þessi síðasti bíll sem rapparinn eignaðist, á uppboði.

image

Mynd/Goldin.co

Uppboðinu lýkur eftir nokkrar klukkustundir en þegar þetta er skrifað hafa aðeins sex boðið í bílinn og er lágmarksupphæð enn ekki náð. Stendur boðið í 180.000 dollurum eða rúmum 24 milljónum króna.

image

Mynd/Goldin.co

Bíllinn er með V8 vél; 6.5 lítra túrbódísil (195 hö). Hann er á 38 tommum og var ýmsu breytt í bílnum eftir óskum kaupandans, hins 25 ára gamla rappara, sem mótaði mjög stefnur og strauma í rappheiminum.

„Mesta stjarna þessara ára var 2Pac, sérlega snjall flytjandi og rímnasmiður, bryddaði upp á nýjungum í flæði, línulengd og innrími, en hann var myrtur 1996. The Notorious B.I.G. var myrtur ári síðar og segja má að þar með hafi bófarappið sungið sitt síðasta, í bili að minnsta kosti,“ skrifaði Árni Matthíasson í frábærri grein sem birtist í Morgunblaðinu sumarið 2003.

image

Mynd/Goldin.co

Það er því ekkert undarlegt að bíllinn sé búinn mögnuðum græjum. Það er nú ekki endilega þannig að tónlistarfólk syngi í bílnum heldur þykir mörgum algjörlega stórkostlegt að hlusta á tónlist meðan ekið er. Tupac var einn af þeim.

12 diska Clarion hjóðkerfi gerir það sem það á að gera og nánari upplýsingar um búnað þessa einstaka Hummers er að finna á vef uppboðshaldarans Goldins.

image

Mynd/Goldin.co

image

Mynd/Goldin.co

Tvær segulbandsspólur fylgja bílnum: „Thriller“ með Michael Jackson og „Soon to be Released from Death Row Records: 'All Eyez On Me'“ með Tupac Shakur sjálfum.

Hér eru nokkrar myndir frá Goldin af bíl Tupacs heitins:

image

Mynd/Goldin.co

image

Mynd/Goldin.co

image

Mynd/Goldin.co

image

Mynd/Goldin.co

image

Mynd/Goldin.co

Fleiri greinar um bíla tónlistarfólks: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is