VW smíðar Star Wars-útgáfur af ID.Buzz

Það er til “Light Side” og “Dark Side” útgáfa, hvort um sig einstök

Volkswagen fagnar kynningu á Obi-Wan Kenobi, nýju Star Wars seríunni, með einstöku pari af ID.Buzz rafbílum. „Light Side Edition” og „Dark Side Edition“ raf-rúgbrauðin voru afhjúpuð á Star Wars Celebration viðburði í Kaliforníu og voru búnir til í sameiningu af VW og Lucasfilm.

image

Hönnuðir skoðuðu Obi-Wan Kenobi og Darth Vader, tvær mikilvægar persónur sem eru í nýjustu Star Wars seríunni, til að gefa sendibílunum útlit innblásið af sýningunni.

Light Side Edition sendibíllinn er byggður á farþegaflutningabílnum Buzz.

Hann er í ljós dröppuðum lit sem endurómar kyrtil Kenobi og efri hluti yfiryggingarinnar er með krómáherslum sem eru innblásnir af skipum og vélmennum.

image
image

Á hinum enda litrófsins byrjaði Dark Side Edition sendibíllinn lífið sem Buzz í sendibílsútgáfu.

Hann er í tveimur tónum af svörtu með rauðum áherslum sem eru innblásnir af klæðnaði Darth Vaders og sverði, á meðan felgurnar og afturgluggarnir bera með stolti merki heimsveldisins.

image
image

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volkswagen setur ID.Buzz á sporbaug Star Wars. Nýi rafknúni sendibíllinn birtist ásamt R2-D2 og C-3PO í auglýsingu sem var frumsýnd í maí 2022.

Leikarinn Ewan McGregor, sem leikur Obi-Wan, ekur af stað í sendibílnum.

Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem bílaframleiðandi smíðar einstaka Star Wars bíla. Nissan breytti fjölda bíla í þemabíla árið 2017.

Tengt vídeó:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is