2022 kemur Mercedes-Benz T-Class sem hálfgerð minni útgáfa af V-Class

Mercedes-Benz hefur sterka trú á framtíð fjölnotabíla (MPV) og bíla sem eru byggðir svipaðir og sendibílar, en hannaðir fyrir farþega og þess vegna hafa þeir stöðugt endurnýjað framboðið í gegnum tíðina og kynnt einn slíkan í hágæðaflokki, rafbílinn EQV.

V-Class er farinn að taka yfir sem hágæða leigubíll í mörgum borgum, meira að segja í London fjölgar svörtum V-Class hratt á götunum og koma í staðinn fyrir gamla góða svarta London-Taxi.

image

Veðja á T-Class

Nú veðjar Mercedes Benz á T-Class, fjölnotabíl sem verður staðsettur undir miðstærðarbílnum V-Class þegar nýi bíllinn kemur á markað á fyrri helmingi ársins 2022. Þessi nýi fjölsætabíll verður miðaður að fjölskyldum og samnýtingarakstri og hönnunin er slík að hann þekkist strax sem meðlimur í Mercedes-Benz fjölskyldunni.

„Með nýju skipulagi og hönnun T-Class náum við samruna virkni og notagildis“, útskýrði yfirmaður hönnunar hjái Daimler, Gorden Wagener. "Með okkar einstöku hönnunarheimspeki „Sensual Purity“, búum við til aðlaðandi fjölskyldufélaga sem er T-Class,  með sína eigin hönnun og hlutföll"

Þróaður í samstarfi

T-Class, sem var þróaður í samvinnu við Renault-Nissan-Mitsubishi bandalagið, lofar „auknum gæðum“ og rúmgóðs innanrýmis sem kemur ekki á kostnað þægindanna. Auðvelt er að stíga inn og út úr bílnum með rennihurðum að aftan á breiðum hliðum beggja megin á bílnum.

Einnig bara rafmagn

Til viðbótar við venjulega brunahreyfla mun T-Class einnig koma með rafmagni eingöngu, sem ætti að auka áhuga hjá viðskiptavinum í leit að núlllosunarbíl, en jafnframt halda honum hagkvæmum um ókomin ár.

Í tengdum fréttum hefur bílaframleiðandinn tilkynnt að Citan verði einnig endurnýjaður og þó þeir hafi ekki gefið upp opinberan frumsýningardag fyrir litla bílinn, sem nú er endurútgefinn gerð af Renault Kangoo, sögðu þeir þó að hönnunin verði einnig í samvinnu við Renault-Nissan-Mitsubishi bandalagið.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is