Nú hafa Stellantis og Toyota átt í samstarfi í heilan áratug og áfram skal það halda. Nú er nefnilega von á stórum sendibíl sem mun líka fást sem rafbíll.

Í fréttatilkynningu sem dagsett er í dag, mánudaginn 30. maí, segir eftirfarandi:

Toyota í Evrópu og Stellantis tilkynntu í dag um nýjan samning sín á milli sem felur í sér útvíkkun á núverandi samstarfi. Stellantis hefur framleitt bæði smærri sendibíla og í millistærð fyrir Toyota.  Með nýjum samningi nú bætast stór sendibíll við og verður hann seldur undir merkjum Toyota. Nýi sendibíllinn verður fáanlegur sem rafbíll.

Áætlað er að sala bílsins hefjist um mitt ár 2024 og mun það marka tímamót hjá Toyota því sendibíll af þessari stærð hefur ekki verið í boði hjá Toyota í Evrópu fyrr.  

Samstarf Toyota og Stellantis hefur staðið frá 2012 og með nýjum samningi mun Toyota geta boðið allar stærðir sendibíla til viðskiptavina í Evrópu en til þessa hafa Proace sendibílar, bæði smærri og af millistærð verið seldir í Evrópu .

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is