Næsti BMW X1 kemur árið 2022 með glæsilegu útliti

    • Næsti BMW X1 kemur í sölu árið 2022 ásamt rafknúinni gerð - iX1

image

Samkvæmt þessari mynd sem vefur Auto Express birtir í dag þá mun næsta gerð BMW X1 líta svona út, og koma á markað 2022.

Breið sportjeppalína BMW verður styrkt á næsta ári með afhjúpun þriðju kynslóðar X1 sem verður til sölu árið 2022.

Minnsti sportjeppi fyrirtækisins er sæa sem skila mestu í kassann; hann stendur fyrir meira en 12 prósent af allri sölu BMW á sportjeppum og það er næstur á eftir X3 í jeppalínu vörumerkisins en meira en 260.000 seldust af þeim árið 2019.

Innréttingin ætti að vera miklu einfaldari uppfærsla. BMW mun kynna nýja hönnun innrýmis sem notað er í nýjustu 1 seríunni, svo búist er við nýrri hönnun á rofabúnaðinum og loftopunum.

Það er allt annað en víst að nýr X1 muni nota uppfærða útgáfu af UKL2 grunni núverandi bíls. Búast má við að vélar haldist mjög svipaðar og grunnurinn verði með sDrive útgáfum framhjóladrifsins með túrbó 1,5 lítra þriggja strokka vél, sem er 138 hestöfl. Líklegt er að dísil verði áfram á matseðlinum, sérstaklega fyrir kaupendur xDrive fjórhjóladrifsútgáfunnar.

XDrive25e tengitvinnbíllinn heldur áfram, en stærsta forgangsverkefni BMW verður þróun rafknúinnar útgáfu til að keppa við Mercedes EQB. Vörumerkið hefur staðfest að það verði í sölu árið 2023.

BMW hefur þegar opinberað rafútgáfu af stærri X3 sem kallast iX3, með hámarksdrægni 456 km. á einni hleðslu með 80kWh rafhlöðu. Líklegt er að rafmagns iX1 muni fá 282 hestafla rafmótorinn að láni, en miðað við mismunandi palla og gólfrými verður væntanlega ð hafa rafhlöðustærðina minnii. Hins vegar ætti 150kW hraðhleðslugeta að vera sem staðalbúnaður.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is