Hulunni svipt af Defender 130

Bílablogg sagði frá því fyrir um tveimur vikum að það ætti að frumsýna nýjan Land Rover Defender 130 – lengri útgáfu en áður og með sæti fyrir allt að 8 manns – þann 31 maí.

Núna hefur Land Rover sent frá sér formlega fréttatilkynningu vegna frumsýningarinnar:

Land Rover Defender 130 er hægt að panta með rúmgóðum sætum fyrir allt að átta farþega (2+3+3).

Þá er nýi bíllinn búinn allri nýjustu tækni framleiðandans á sviði drif- og öryggisbúnaðar  mikilla þæginda í farþegarými ásamt því sem Defender 130 verður boðinn með ákveðnum sérlitum á fyrstu útgáfu í tilefni frumsýningar. Annað sérstakt við bílinn og það sem fæst aukalega verður kynnt nánar á frumsýningu Jaguar Land Rover við Hestháls í haust.

image

Það fer ekki illa um ökumann og farþega í framsætum þessa nýja Defender 130.

Sérkenni Defender 130

Í farþegarými verður m.a. boðið upp á nýja liti og nýtt efnisval og geymsluhólf við hver og eitt sæti í öllum þremur sætaröðunum til að koma til móts við farþega ásamt greiðu aðgengi að rúmgóðri þriðju sætaröðinni og birtu gegnum tvískipt glerþak.

Dæmi um annan búnað eru m.a. loftpúðafjöðrun, 90 cm vaðgeta, 11,4“ Pivi Pro snertiskjár með fjölmörgum upplýsingum og vali um birtingamöguleika.

Meðal annars býður Pivi Pro kerfið mjög nákvæmt og notendavænt leiðsögukerfi (what3words) sem þarfnast einskis símasambands til að leiðsegja ökumanni til næsta áfangastaðar hvar sem er í heiminum.

Einnig má nefna Matrix LED aðalljós, hita í öllum sætum, fjögurra kerfa mjög fullkomna loftræstingu, Meridian hljóðkerfi og allt að 2.291 rúmlítra farangursrými í átta sæta bílnum.

Einnig má nefna að átta sæta Defender 130 er með fimm Isofix bílastólafestingar auk þess sem hægt er að láta bílinn læsast sjálfkrafa sé bíllykillinn í meira en 1,5 metra fjarlægð.

image

Aftasta sætaröðin í þessum nýja Defender 130 er greinilega með ágætt pláss fyrir farþega. Athygli vekur að fyrirsætan frá JLR hefur ekki haft fyrir því að prófa öryggisbeltið!

Val um skilvirkar vélar

Land Rover býður Defender 130 með kraftmiklum og hagkvæmum vélum, þar á meðal P300 og P400 sex strokka Ingenium bensínvélar með mildri tvinntækni (MHEV) og D250 og D300 sex strokka Ingenium dísilvélar.

P300 vélin skilar áreynslulausum og mjúkum afköstum og er hröðum úr kyrrstöðu í 100 km/klst 8,0 sekúndur, en 6,6 sekúndur með P400.

Ingenium dísilvélarnar bjóða aukið tog, mjúkt viðbragð og mikla sparneytni. Hröðun D300 úr kyrrstöðu í 100 km/klst er 7,5 sekúndur og 8,9 sekúndur með D250 dísilvélinni sem skilar einnig áreynslulausum og góðum afköstum.

Mikil torfærugeta og góðir aksturseiginleikar

Allar útgáfur Defender 130 eru búnar aldrifi (iAWD) og átta þrepa ZF sjálfskiptingu, þar sem iAWD-kerfið stjórnar sjálfkrafa afköstum og dreifingu vélaraflsins til fram- og afturhjólanna ásmt því sem rafstýrð loftpúðafjöðrun og háþróuð driftækni, m.a. Terrain Response® Land Rover, hámarka aksturseiginleika og drifgetu við mismunandi vegaðstæður.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is