Úr engu birtist allt í einu bíll frá Pininfarina þar sem aflgjafinn er vetni og maður fyllir bílinn með því að troða í nýju vetnishylki. Næstum eins og þegar við ætlum að búa til gos í Soda Stream tæki.

„Hér er nánast allt nýtt af nálinni og í raun framandi, en það er öruggt að Pininfarina mun leiða verkefnið,“ segir hann.

Það eru þeir hjá Pininfarina sem hönnuðu yfirbygginguna og gerðu sennilega líka mikið af smíðavinnunni. Og við vitum að eftir að þeir fóru nánast á hausinn og var bjargað af Mahindra árið 2015, að þeir taka ekki að sér verkefni nema nema verulegar fjárhæðir búi að baki.

image

Þessi nýi vetnisbíll heitir „NamX“ og vetnið er geymt í svona hylki eins og er hér fremst á myndinni

Það sem við höfum hér er töff, fimm metra sportjeppi með nokkra sérstaka hönnunareiginleika.

image

Hylki eins og í Soda Stream

Ekki nóg með það, í stað þess að finna bensínstöð (áfyllingarstöð) og standa þar og fylla á vetnisgeyminn með nokkuð háum þrýstingi, þá ertu með 8 kg þungt hylki sem inniheldur næga orku til að keyra bílinn meira en 130 km.

Stefnt er að því að bíllinn verði búinn sex slíkum hylkjum og þá er drægnin 800 km. Það tekur um 30 sekúndur að skipta um hylki.

Eins og tæknilýsingin lítur út núna erum við að tala um 300 hestöfl með tvíhjóladrifi, eða 550 hestöfl með fjórhjóladrif. 200 eða 250 km/klst. hámarkshraði, 6,5 eða 4,5 sekúndur í 100 km/klst.

image
image

Frumsýndur í París í haust

NamX er nafn verkefnisins hingað til. Hann er marokkóskur/franskur og bíllinn verður frumsýndur á Parísarsýningunni í haust. Svo fáum við líka að vita meira um hvernig þeir ætla að koma þessu út á markaðinn og hvað þetta kostar í raun og veru.

65.000 evrur er sú upphæð sem nefnd hefur verið fyrir aflminni gerðina og 95.000 evrur fyrir þá aflmeiri (um 13 milljónir ISK).

Svolítið eins og rafhlöðuskipti í bíl sem notar eingöngu rafhlöður – bara þægilegra ef hægt er að kaupa vetnishylki á bensínstöðvum eða þjónustustöðvum.

(Jon Winding-Sørensen hjá vefsíðunni BilNorge)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is