Hraðatakmarkarar í alla nýja bíla í Evrópu

Skynvædd hraðaaðstoð (ISA) verður lögboðin um alla Evrópu

Nýir bílar sem koma á markað í Evrópusambandinu eftir 6. júlí verða að vera með „Intelligent Speed Assistance“ (ISA) tæknibúnaði samkvæmt lögum.

Hvers vegna hefur ESB komið með hraðatakmarkanir?

Í einu orði sagt, öryggi.

Helsti talsmaður ISA er Evrópska samgönguöryggisráðið (ETSC) sem segir að aðgerðin muni fækka árekstrum um 30 prósent og dauðsföllum á vegum um 20 prósent. ESB hefur það markmið að núll banaslys verði í umferðinni árið 2050.

Samkvæmt nýju almennu öryggisreglum ESB geta framleiðendur valið hvernig kerfi þeirra tilkynna ökumönnum um brot á hraðatakmörkunum. Valkostirnir fela í sér hljóð- og titringsviðvaranir, titringssvörun í gegnum inngjöfina og virka hægingu á bílnum – eitt eða allt þetta verður að vera innbyggt.

Frá og með 23. júní hefur reglugerðin „Tæknilegar kröfur og prófunaraðferð fyrir samþykki á greindri hraðaaðstoð (ISA)“ verið samþykkt. Lögin verða nú send til Evrópuþingsins og ráðsins til tveggja mánaða athugunar.

Frá og með júlí 2022 verður skynvædd hraðaaðstoð (ISA) skylda í öllum nýjum gerðum/tegundum farartækja sem koma á markaðinn. ISA verður skylda fyrir alla nýja bíla sem verða seldir frá og með júlí 2024 (þess vegna mun það ekki varða ökutækjaflota sem þegar er skráður og í umferð fyrir þann dag).

image

ISA kerfið

ISA-kerfið þarf að vinna með ökumanni og takmarka ekki möguleika hans til að bregðast við hvenær sem er í akstri. Ökumaðurinn er alltaf við stjórnvölinn og getur auðveldlega hnekkt ISA kerfinu.

    • Keðjuverkandi hljóðvörun
    • Keðjuverkandi titringsviðvörun
    • Snertiskynjun í gegnum fótstig inngjafar
    • Aðgerð hraðastýringar

Fyrstu tveir endurgjafarmöguleikarnir grípa ekki beint inn heldur veita aðeins viðvaranir (fyrst sjónrænt og ef engin svörun er frá ökumanni, með hljóð-/titringsviðvörun), sem verða að vera eins stuttar og mögulegt er til að forðast hugsanlegt ónæði fyrir ökumann.

image

Öruggari vegir

Upptaka ISA er stórt skref fram á við fyrir umferðaröryggi og hefur tilhneigingu til að draga verulega úr umferðarslysum og banaslysum. Bílaframleiðendur hafa nú tækifæri til að hámarka möguleika ISA til að skapa öruggari vegi fyrir alla.

(fréttir á vef Evrópusambandsins og Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is