60 ára Volkswagen rúgbrauð

Volkswagen rúgbrauð, Samba er þessi flott bíll kallaður. Bíllinn sem um ræðir er nýlega uppgerður og mjög sjaldgæf útgáfa frá árinu 1962. Þessi Volkswagen var gerður upp í Brasilíu en þeir eru sérstakir áhugamenn um VW þar í landi.

Rúgbrauðið er með 1300cc, 4 strokka vél og beinskiptingu. Allt í góðu standi eins og segir í ástandslýsingu en bíllinn er til sölu hjá ER Classic.com. Ásett verð er um 60 þúsund dollarar.

Þetta eintak er með opnanlegu fagi á toppnum og búið að mála í þessum tvítóna skemmtilega mintugræna lit en þessi litasamsetning var einmitt vinsæl á bílnum um 1960. Að innan hefur bíllinn fengið topp yfirhalningu og er með grátóna áklæði og sæti fyrir allt að níu manns.

Það sem tekur þessa bíla alveg út fyrir sviga ef svo má segja eru allir gluggarnir. Við erum að tala um 23 glugga allan hringinn og svo opinn topp. Þetta var eitthvað sem ekki sást hjá öðrum framleiðendum á sjötta áratugnum.

Nú þegar rúgbrauðið er á sextugasta aldursári kemur VW aftur með útspil tengt arfleifðinni – en það er að sjálfsögðu splunkunýr ID BUZZ rafmagnsbíll sem kynntur verður nú í haust.

Njótið myndanna

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Byggt á auglýsingu frá www.erclassic.com

Fleira úr rúgbrauðshillunni: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is