Glæsitrukkur Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu

Bílafloti Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu hefur lengi talist snotur en nú hefur hann þó fríkkað enn frekar. Björgunarsveitarbíllinn Hella 4 er nefnilega kominn á sinn stað og er svo gott sem klár í næsta útkall.

image

Það verður ekki um það deilt að vígalegur er hann og traustvekjandi; Ford F-150 af 2019 árgerðinni. Búið er að breyta honum nákvæmlega í samræmi við óskir sveitarinnar og ríkir almenn ánægja með útkomuna. Það staðfesti Hilmar Tryggvi Finnsson, formaður bílaflokks, í samtali við undirritaða.

Handbragð þeirra bestu

Til stóð að kaupa nýjan F-150 en þegar ljóst varð í hvaða bið og vandræðagang stefndi var ákveðið að kaupa 2019 árgerðina og var það án efa góð ákvörðu, því hægt hreyfist biðröðin eftir nýjum bílum.

image

Flugbjörgunarsveitin á Hellu er þekkt fyrir snerpu og það að láta verkin tala, eins og björgunarsveita er siður, og því flutti hún bílinn inn sjálf. Breytir sá um að breyta trukknum fyrir 44”, skriðgírinn (lógír) er frá Ljónsstöðum, aukarafkerfi kemur frá Örtölvum og SB skiltagerð sá um að merkja bílinn. Það er best að nefna bara alla sem að verkinu komu!

image

Vélin er þriggja lítra Power Stroke dísil og original skilar hún 250 hö og 440ft lb í togi. Það er nú ekkert til að kvarta yfir en til að þetta virki sem best með dekkjunum stóru er aðeins búið að hressa vélina við og segir bílaflokksformaðurinn að bíllinn sé ljómandi fínn.

Af öðrum farartækjum sem bílaflokkur heldur utan um ber að nefna stjórnstöðvarbílinn góða, fjóra jeppa, og síðast en ekki síst vörubíl undir sjálfan snjóbílinn.

image

Meðfylgjandi myndir eru frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og endilega látið ykkur vel líka við FBSH á Facebook en það má gera með því að smella hér.  

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is