Þessi glæsilegi Ioniq 7 jepplingur verður stærsti rafbíll Hyundai

Bílavefur Auto Express birti í gær myndir sínar af stórum rafdrifnum sportjeppa sem von er á frá Hyundai

Hyundai eykur rafbílaframboð sitt og næsti rafbíll sem koma mun fram á sjónarsviðið verður stór sportjeppi, kallaður Ioniq 7. Hann kemur í framhaldi af Ioniq 5 og nýkynntum Ioniq 6 í rafbílaframboði Hyundai. Sem sjö sæta bíll mun hann keppa við Tesla Model X og Mercedes EQB.

image

Óneitanlega vígalegur – Hyundai Ioniq 7 (mynd Auto Express)

Til grundvallar Ioniq 7 verður E-GMP stigstækkandi grunnur Hyundai-Kia fyrir rafbíla, með breidd og hjólhafslengd hvers bíls tiltölulega frjálsa. Með færri takmörkunum á þessum breytum mun stærð rafhlöðunnar sem stóri jeppinn þarf, skipta miklu máli.

Þetta gæti gefið allt að 100kWst af orku, með þróun í rafhlöðuefnafræði sem þýðir að Hyundai mun fara yfir í fjórðu kynslóðar tækni fyrir árið 2023, auka orkuþéttleika yfir núverandi fyrirkomulagi um á milli 10 og 20 prósent og gefa jeppanum drægni um eða yfir 640 km.

image

Hyundai Ioniq 7 - aftan (mynd Auto Express)

800V rafræn uppsetning E-GMP grunnsins mun útbúa Ioniq 7 með 350kW hraðhleðslugetu, sem þýðir að hægt er að bæta við allt að 100 km drægni á aðeins fimm mínútum. Miðað við staðsetningu 7 sem flaggskip gæti hann þó einnig verið með þráðlausa hleðslu. Þetta er möguleiki fyrir E-GMP, þar sem yfirmaður rafvæðingarþróunarhóps Hyundai, Chung Jin-Hwan, leggur áherslu á: „Það er í þróun; við höfum verið að leysa mörg vandamál sem koma upp við þráðlausa hleðslu.“

Burtséð frá því, þá er það snjöll notkun grunnsins á plássi sem mun einkenna Ioniq 7, alveg eins og það gerir í Ioniq 5 stallfélaga sínum. Tiltölulega þunn rafhlaðan gerir einnig kleift að fá fullkomlega flatt gólf inni í farþegarýminu og þar sem jeppabygging Ioniq 7 skilar hærri sætisstöðu ætti bíllinn að bjóða upp á ótrúlegt pláss og notagildi.

Fyrir 7-bílinn má búast við svipaðri hönnun innanrýmis og í 5-bílnum, með áherslu á notagildi.

Hins vegar hefur þessi tækni í EV6 GT-bílnum frá systurmerkinu Kia verið stillt til að skila allt að 577 hestöflum, þannig að Hyundai gæti aukið þetta fyrir Ioniq 7. Margir eigendur stórra jeppa nota líka bíla sína til að draga eftirvagna eða hjólhýsi, og þessi tækni ætti að gefa 7-bílnum góða dráttargetu óháð afli; Ioniq 5 getur dregið allt að 1.600 kg.

Miðað við hlutföll Ioniq 7 er ólíklegt að við sjáum sportlegt N afbrigði í stíl við Ioniq 5 N og Ioniq 6 N, en myndir Auto Express sýna hvernig nýr sjö sæta Ioniq kóreska fyrirtækisins gæti litið út.

image

Áður birt skuggamynd frá Hyundai sýnir Ioniq 5, Ioniq 6 og Ioniq 7 saman, með Ioniq 5 í miðjunni sem gefur tilfinningu fyrir því hvernig 6 og 7 módelin verða mismunandi í hönnun og stærð.

image

Ioniq 6 – fólksbíllinn kemur á þessu ári og stóri sportjeppinn Ioniq 7 á árinu 2024

Hyundai á hlut að samningi sem mun sjá um nýjan „Nvidia Connected Drive“ hugbúnaðarvettvang með þráðlausa uppfærslumöguleika sem komið er fyrir í nýjum bílum Hyundai frá 2022. Búast má við háþróuðu sjálfstæðu ökumannsaðstoðarkerfi líka.

Ytra útlit bílsins verður í samræmi við útlit Ioniq 5-bílsins, með djörfum og áberandi línum á yfirborði, en Ioniq mun einnig vera með LED ljós sem hann deilir með Prophecy, hugmyndabíl framleiðandans, bíl sem gaf vissa hugmynd um útlit Ioniq 6 fólksbílsins.

Eins og myndir Auto Expres sýna er búist við að Ioniq 7 sé með samtengda ljósastiku í fullri breidd að framan og „Parametric Pixel LED“-ljósum fyrir neðan. Há vélarhlífin og framhliðin munu undirstrika stöðu 7 í röðinni, en án brunavélar undir vélarhlífinni mun plássið gefa umtalsverða geymslumöguleika, þar á meðal fyrir hleðslusnúrur bílsins, til að losa enn frekar um farangursrými. Gróft yfirborð á hliðum mætir stórum gluggum og sameinast í ferköntuðum afturenda sem einnig er með áberandi LED hönnun.

(grein á vef Auto Express – myndir Auto Express og Hyundai)

Þessu tengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is