Volvo rafmagnar alla sína bíla

image

S60 fólksbifreiðin verður endurnýjuð árið 2022.

Volvo Cars hverfur frá dísilknúinni fortíð sinni og heldur inn í rafmagnaða framtíð, að því að fram kemur í frétt á Automotive News Europe í dag.

Á heimsvísu mun hver ný gerð Volvo vera með rafmótor sem hluti af áætlun sænska bílaframleiðandans um að láta bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni verða helmingur af sölu þeirra á heimsvísu árið 2025 - en afgangurinn er tvinnbílar.

Búist er við að annar nýr sportlegur rafknúinn crossover - C40 - komi á næsta ári, fylgt eftir með rafhlöðuknúnum XC90 crossover.

Á sama tíma hefur Volvo nýja „plús-stærð“ lúxus crossover í pípunum. XC100, byggður á næstu kynslóð af stigstækkandi grunni Volvo, er lýst sem svari Volvo við Mercedes-Benz GLS og BMW X7.

„Þetta er XC90, Range Rover, Cullinan allt í einu,“ sagði söluaðili sem kannast við áformin hjá Volvo við Automotive News fyrr á þessu ári.

S60: Grunngerð fólksbíla Volvos fær „frískun“ árið 2022 og fær mildan blending sem er staðalbúnað.

image

T5 „plug-in-hybrid“ gerði af XC40 Volvo er meðal mest seldu bíla Volvo.

XC40: Búist er við að söluhæsta gerð Volvo fái „frískun“ á fyrsta ársfjórðungi 2022. Gerðs em aðeins notar rafmagn, sem við þekkjum hér á landi - XC40 Recharge P8 - mun koma til Bandaríkjanna í haust.

image

XC90 crossover fékk nýtt grill í uppfærslu síðasta árs. Endurhönnun 2022 mun innifela milda blendingstækni sem staðalbúnað.

XC90: Stóri crossoverinn fékk minniháttar „frískun“ í fyrra, þar á meðal nýtt grill og 2 + 2 + 2 sæti. Áætlað er að endurhönnun verði árið 2022 en þá bætist við framleiðsla í verksmiðju Volvo í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Næsta kynslóð XC90 mun frumkynna nýja SPA2 grunninn og mun innihalda drifrás með mildum-blendingi. Endurhönnuð gerð mun einnig verða með háþróaða sjálfvirka aksturstækni.

(frétt á Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is