Ósvífin neyslustýring eða ill nauðsyn?

Er kolefnisgjaldið ónauðsynleg fyrirhyggjusemi eða nauðsynlegt gjald? Hvert fara svo skatttekjurnar af þessum skatti? Reynum að svara þessum spurningum.

image

Hér á eftir er úrdráttur úr svörunum.

„Álagning kolefnisgjalds er liður í áætlun stjórnvalda um samræmingu í skattlagningu ökutækja og eldsneytis með það markmið að leiðarljósi að hvetja til notkunar vistvænna ökutækja, orkusparnaðar, minni losunar gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum.“

„Almennt er talið að verðlagning á eldsneyti hafi áhrif á notkun eldsneytis, a.m.k. til lengri tíma litið. Þannig geta stjórnvöld haft áhrif á eldsneytisnotkun heimila og fyrirtækja fyrir tilstilli vörugjalda á eldsneyti. Ákveði stjórnvöld að auka skattlagningu eldsneytis dregur það úr notkun, að öðru óbreyttu, sem getur komið fram í minni akstri eða kaupum á sparneytnari bifreiðum. Hið gagnstæða gildir ef dregið er úr skattlagningu eldsneytis.”

image

„Ekki hefur verið gripið til sérstakra mótvægisaðgerða til að verja heimilin fyrir neikvæðum áhrifum á greiðslubyrði og höfuðstól lána vegna álagningar kolefnisgjalds.”

„Sé horft einvörðungu til álagningar kolefnisgjalds án tillits til nokkurs annars er ljóst að álagningin hefur neikvæð áhrif á fjárhag og samkeppnisstöðu þeirra atvinnufyrirtækja sem nýta jarðefnaeldsneyti í starfsemi sinni en þó því minni áhrif sem fyrirtækið hefur brugðist meira við með bættri orkunýtingu eða notkun vistvænni orkugjafa.”

„Ekki hefur verið gripið til sérstakra aðgerða til að tryggja að álagning kolefnisgjalds dragi ekki úr þrótti atvinnulífsins og kaupmætti atvinnutekna og hagsæld heimilanna.”

„Hvorki í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, né annars staðar kemur fram að tekjur af kolefnisgjaldi séu ætlaðar til ráðstöfunar í tiltekin verkefni heldur fer um þær eins og hverjar aðrar skatttekjur, þeim er ráðstafað í samræmi við þá forgangsröð sem Alþingi ákveður með fjármálaáætlun og fjárlögum. Í þessu samhengi er rétt að ítreka að það er á engan hátt tilgangur álagningar kolefnisgjalds að fjármagna tiltekin verkefni.

Eins og lesendur Bílabloggsins hafa orðið varir við þá eru bílaframleiðendur (og framleiðendur annarra vélknúinna ökutækja) að keppast við að hanna, þróa og framleiða tæki sem nota minna jarðefnaeldsneyti eða alls ekkert jarðefnaeldsneyti.

image

Sem þýðir að þessi “neyslustýring”, það að skipta yfir í hreinni orkugjafa kemur raunverulega utan frá. Bílar með brunahreyfla verða líklega nánast ófáanlegir og jarðefnaeldsneytið fokdýrt.

Þetta er mitt álit en ég tek fram að ég er mjög hrifinn af mörgum bílum sem eru knúnir með „hreinni” orku og næsti bíll sem ég kaupi verður þannig. En sú ákvörðun byggist ekki á kolefnisgjaldi.

Hvað er ykkar álit?

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is