15 ljótustu bílar sem hafa verið smíðaðir

Það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt og öfugt. Þetta á líka við um bíla að mati sumra blaðamanna og hefur nokkuð verið skrifað um bílana sem þykja ljótir. Hér er eitt dæmi um slíka úttekt.

15. 2004 Covini C6W

image

Listinn hefst með Covini C6W og hjólunum hans  6. Bíllinn var 400 hestöfl og aukahjólin voru ætluð til jafnvægis og til að veita betri hemlun. Framleiðendurnir voru einfaldlega að reyna að ná virkni en útkoman var svosem ekkert augnayndi.

14. Marcos Mantis

image

Marcos var breskur framleiðandi sem sérhæfði sig í sportbílum. Bílar Marcos voru almennt ljótir en Marcos Mantis virðist hafa verið þeirra ljótastur. Sem betur fer var aðeins einn búinn til árið 1968 og sá entist ekki lengi áður en hann fór á „eftirlaun“. Bíllinn sást í síðasta sinn árið 2008 á hraðaksturshátíðinni „Festival of speed“.

13. Troll sportcoupé

image

Troll Plastik & Bilindustri var norskt fyrirtæki sem reyndi að smíða bíl með yfirbyggingu úr glertrefjum. Efnið er létt og það hefur aðra kosti, eins og þann að ryðga ekki. Verkfræðilega hliðin var kannski lofsverð en fyrir hönnunina áttu framleiðendur bílsins ekki mikið lof skilið. Bíllinn var aðeins framleiddur í tvö ár; frá 1956 til 1958.

12. Hyundai Coupe eða Tiburon

image

Hyundai Tiburon hafði mörg nöfn. Í Evrópu var bíllinn kallaður Hyundai Coupe en í Ameríku og á öðrum mörkuðum bar hann nafnið Tiburon. Tiburon er spænska orðið fyrir hákarl. Þeir höfðu rétt fyrir sér - hann lítur út eins og ljótur hákarl.

11. Stutz Blackhawk

image

Stutz Blackhawk var fyrst framleiddur árið 1972. Rúmum 4 áratugum síðar er ekki ljóst hvað fór í gegnum huga hönnuðanna þegar þeir bjuggu þetta til. Bíllinn er næstum 6 metrar að lengd. Hann var líka nokkuð dýr og metinn á yfir 120.000 dollara árið 2017. Bílaframleiðandinn er tiltölulega óþekktur.

10. PT Cruiser

image

Chrysler er ágætis bílaframleiðandi. Því miður tókst þeim ekki vel upp með Chrysler PT Cruiser. Við getum ekki sagt margt um afköst bílsins en við getum sagt að þetta sé ljótur bíll.

9. Brubaker Box

image

Framleiðendur Brubaker Box eiga hrós skilið fyrir nákvæma framsetningu. Það er rétt - nafnið er eins ljótt og bíllinn. Þetta lítur út eins og við vitum ekki hvað og er karakterlaust á að líta. Þetta er bara ljótur kassi á hjólum. Hann lítur þó út eins og eitthvað gagnlegt ef kjarnorkustyrjöld stæði yfir.

8. Reliant Robin

image

Þessi þriggja hjóla Reliant Robin lítur út eins og sambland bíls, báts og mótorhjóls. Þetta virkar ekki rétt á neinum forsendum. Robin er einn vinsælasti bíllinn sem gerður var úr trefjagleri og í dag hefur hann með réttu unnið sér sæti á lista Top Car Magazine yfir ljótustu bíla í heimi. Hann var fyrst framleiddur árið 1973 til að taka sæti Reliant Regal.

7. 2010 Veritas RS III

image

Vermot AG hafði verið starfandi í bílaiðnaðinum í tæp 60 ár þegar framleiðandinn ákvað árið 2010 að koma aftur fram á sjónarsviðið. „Endurkoman“ heppnaðist ekki vel! Veritas RS III 2010 er ekki aðeins ljótur; hann lítur út eins og eitthvað sem vitjar manns í martröðum. Það virðist sem þeir hafi ýtt á rangan hnapp og dregið skrímsli frá helvíti. En við þökkum engu að síður fyrir.

6. Nissan Cube

image

Nissan Cube gæti haft meiri áhyggjur af loftaflfræði og þarna var ekki mikið hugsað um fegurðina. Ekki er ljóst hvað það var nákvæmlega sem japanski bílaframleiðandinn reyndi að ná fram en eitt sem við getum verið sammála um; þessi bíll er fagurfræðilega séð ljótur. Bíllinn var fyrst framleiddur árið 1998 og er hann enn framleiddur.

5. Weber Sportscars eða 'Sá hraðskreiði'

image

Weber Sportscars fékk viðurnefnið „Faster One“. En enn heppilegra nafn hefði verið „hinn ljóti“ vegna þess að hann var í raun fáránlegur. Þetta var svissnesk tilraun til að afskrifa Veyron sem hraðasta götubílinn árið 2008. Niðurstaðan? Ekki fyrir augað! Það sem gerir þennan bíl ófyrirgefanlegan er að ólíkt sumum færslum á listanum var þessi bíll smíðaður árið 2008 þegar það var svo margt flott að gerast í bílaheiminum.

4. Panoz Abruzzi ‘Spirit of Le Mans’

image

Panoz Abruzzi ‘Spirit of Le Mans’ er glæsilegur sportbíll sem færir ljótleika á alveg nýtt stig; dýrt stig. Það er rétt - Panoz Abruzzi 'Spirit of Le Mans' kom með 330.000 punda verðmiða (57,8 milljónir ISK). Aðeins var áætlað að framleiða 81 bíl (guði sé lof). Sem betur fer leit bíllinn aldrei dagsins ljós. Hann dó náttúrulegum dauða á frumgerðarstiginu.

3. Citroën Ami

image

Þegar þú hugsar um Frakkland koma upp í hugann atriði á borð við fágaðan smekk á víni, ýmis ilmvötn og tíska. Því miður er einn franskur bíll á listanum og hann er í raun ljótur. Það var árið 1961 þegar heimurinn sá fyrst stóru aðalljósin og undarlega nýja gerð yfirbyggingar. Hún er andstæða hlaðbaks og gaf honum mjög óaðlaðandi útlit og loftaflfræðin var eiginlega öfug.

2. Fiat Multipla

image

Fiat Multipla er í raun of stór skammur af ljótleika. Jafnvel þótt markmiðið hefði verið að hanna ljótasta bíl allra tíma, þá myndi engum takast að skapa svona lagað. Bíllinn var virkilega hræðilegur þegar hann var smíðaður en hann lagaðist ögn síðustu framleiðsluárin. Hann kom fram á sjónarsviðið árið 1998. Árið 2010 ákvað ítalski bílaframleiðandinn að nú væri nóg komið og hætti framleiðslunni. Enn eru þeir nokkrir til sem aka um göturnar.

1. Aurora

image

Þá er komið að bílnum sem í þessari úttekt var valinn sá ljótasti!

[Greinin birtist fyrst í maí 2020]

Fleira í svipuðum dúr: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is