Klettaklifur á nýjum Bronco

Bílablaðamaðurinn Greg Rasa sem skrifar fyrir Autoblog birtir tvö myndbönd af nánast óbreyttum Bronco sem ekið er um Rubicon Trail, 35 kílómetra torfærubraut í Nevada eyðimörkinni.

Um er að ræða Bronco Badlands í fjögurra dyra beinskiptri útgáfu en undir honum eru 33 tommu Goodyear MT dekk sem komið hefur verið fyrir á Ford Performance Bead Lock felgum. Umræddur bíll er með 4.70 gírhluföll.

Nánast óbreyttir bílar

Hinn Broncoinn er sjálfskiptur, tveggja dyra á orginal felgum en dekkin á honum eru 33 tommu BFG AT. Gírhlutföll á þeim bíl eru 4.46. Við reiknum með að sá sem tók upp þessi myndbönd hafi einfaldlega spurt þá Ford menn hver gírhlutföllinn væru á hvorum bíl - því þær upplýsingar virðast koma svona nokkurnveginn út í buskann.

En með öðrum orðum - þessir bílar eru nánast óbreyttir og ekki búnir hinum svokallaða Sasquatch pakka. Pakkinn sá innifelur 35 tommu dekk á 17 tommu Bead Lock felgur, læst mismunadrif að framan og aftan og Bilstein dempara svo eitthvað sé nefnt.

Hækkið í græjunum

Allavega - hér eru myndböndin ykkur til skemmtunar - takið eftir náunganum í bláa bolnum á síðara myndbandinu sem eyðilagði næstum daginn hjá sér með því að ganga í veg fyrir jeppann um leið og hann keyrir upp á grjótlagða brekkuna. Og hækkið svo í græjunum til að heyra þegar bílarnar skrapa grjótið.

Byggt á grein Autoblog og myndböndum frá Bronco6G

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is