Séra Baldur og bílarnir

Fátt fannst mér skemmtilegra, sem barni, en þegar húmoristinn og sögumaðurinn hann faðir minn heitinn, sagði mér sögur af bílunum hans séra Baldur Vilhemssonar í Vatnsfirði. Tengdust sögurnar akstri og Vestfjörðum órjúfanlegum böndum og pólitík blandaðist ósjaldan inn í þær.

Séra Baldur Vilhelmsson (22. júlí 1929 - 26. nóvember 2014) tók árið 1956 við embætti sóknarprests í Vatnsfirði og því embætti gegndi hann til starfsloka árið 1999.

image

Séra Baldur Vilhelmsson

Margir skrifuðu um hann á sextugsafmæli klerks árið 1989 og lýsti Einar Laxness séra Baldri ágætlega í afmæliskveðju sem birtist þann 22. júlí það ár í Tímanum. Vísa ég hér í orð Einars:

Rússajeppinn og austræna loftið

Fyrstu árin í Vatnsfirðinum ók séra Baldur á rússajeppa, eins og eðlilegt þótti. Sögðu menn þá að meðan jeppinn var nýr og dekkin með „austrænu lofti“, hafi hann átt í erfiðleikum með að „þræða hina mjóu og krókóttu vegi Djúpsins, en þó ekki hlotist af, holdlegur skaði. Sagt var að svo hafi hann látið setja vestfirskt Shellloft í dekkin, eftir það hafi aksturslagið batnað til muna,“ stóð í Degi árið 1999 [Íslendingaþættir].

image

GAZ-69. Auglýsing úr jólablaði Þjóðviljans 1955

Kunninginn varð eftir

Ýmsar sögur voru sagðar um Baldur og rússajeppann. Eitt sinn átti hann að hafa boðið kunningja sínum út í Kaldalón og komið við á Ármúla hjá þeim Sigurði Hannessyni og Rósu Jóhannsdóttir konu hans. Vísa ég aftur í það sem fram kom í Degi árið 1999:

Baldur var þekktur fyrir það að gefa jeppanum vel inn um leið og hann tók af stað og það brást ekki í þetta sinn, jeppinn prjónaði um Ieið og hann tók af stað og kunninginn átti sér einskis ills von og rann aftur bekkinn, út úr jeppanum og varð eftir á hlaðinu.

Ekki urðu þeir Baldur og Sigurður varir við hvarf mannsins og héldu áfram sem leið liggur út í Lón. Voru þeir alltaf að útskýra staðháttu fyrir manninum sem hvarf, en þegar þeir voru komnir vel útfyrir Ármúlatúnið, fannst þeim skrýtið að heyra ekkert frá manninum aftur í. Brá þeim heldur í brún þegar þeir litu við og sáu að þar var enginn.

image

GAZ-69A. Auglýsing úr jólablaði Þjóðviljans 1955

Ók þá bara hring

Gríp ég öðru sinni niður í skrif þau sem birt voru í tilefni sextugsafmælis þessa áhugaverða prests, árið 1989. Hér var það Halldór nokkur Þórðarson sem skrifaði:

Víða er þar langt milli bæja, t.d. fyrir Ísafjörð þar sem hættulegir svellbólstrar voru oft á leið prestsins. Ekki hefur séra Baldur sett þetta fyrir sig, en aldur hefur ekki orðið bílum hans að meini.

Fyrr á árum notaði hann oft lítinn bát í embættisferðum og var þá jafnan einn á ferð. Sem betur fer, vona ég, að hann sé hættur slíkum bátsferðum, nema út í Borgarey.

image

Séra Baldur Vilhelmsson. Mynd/Þjóðviljinn 1976

Dautt svín inni í Djúpi

Í Harmonikublaðinu árið 2010 birtust þrjár stuttar gamansögur af séra Baldri sem Frosti G. tók saman:

Dyntóttur Gipsy

„Séra Baldur átti um skeið Austin Gipsy jeppa er var orðinn nokkuð dyntóttur og þurfti meðal annars að troða bremsurnar ótt og títt ef stöðva átti bílinn í snarheitum. Leið svo að árlegri skoðun jeppans og kom bílaeftirlitsmaður frá Ísafirði heim í Vatnsfjörð að fullnægja þeirri kvöð.

image

Austin Gipsy á nokkurri ferð – þó ekki bíll séra Baldurs heldur er þetta mynd úr auglýsingu sem birtist í Tímanum 1964.

Bölvað vestfirska vegakerfið

„Einhverju sinni var séra Baldur að kvarta undan vegalengdum og erfiðum landsamgöngum í prestakalli sínu. Er hann hafði farið ófögrum orðum um hið vestfirska vegakerfi og bölsótast út í hinar dreifðu byggðir í sókninni, greip viðmælandi hans fram í og spurði kankvíslega: Já en af hverju styttir þú ekki leið þína um sóknina og gengur á vatninu eins og Kristur forðum?

Forsíðumynd af Austin Gipsy er úr auglýsingu sem birtist í Tímanum árið 1962.

Í svipuðum dúr: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is