15 skemmtileg grill

Það er stundum gaman að vafra á vefnum og skoða hvað aðrar bílavefsíður eru að skrifa um. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá árinu 2018 þar sem Jeff Peek hjá Hagerty velti fyrir sér bestu grillunum á bílum á liðnum árum, en stiklum á stóru í textanum og bætum við þar sem þarf.

Hvort sem það er einfalt og hreint, eða dáleiðandi í allri sinni krómuðu dýrð, getur rétta grillið virkilega undirstrikað útlit bíls. Þetta er ein þekktasta sjónræna vísbendingin um hönnun á framenda og jafnvel þótt þú vitir ekki mikið um bíla gætirðu kannast við hestatengd grill fyrstu kynslóðar Mustang eða fræg nýrnalaga grill BMW.

Grillið hér að ofan er á Austin Healey og er svolítið eins og stór „broskall“ – stór brosandi munnur og stór galopin augu 😊

image

1971 Plymouth Cuda

Með einstöku sex gata útliti á grillinu og fjórum framljósum, að vísu bara í eitt ár, fékk 1971 Cuda athygli, jafnvel þegar vélin var ekki í gangi.

image

1958 Buick Limited

Buick kom með fullt af krómuðum gerðum á fimmta áratugnum, en '58-bílarnir voru með nýju „Fashion-Aire Dynastar“ grilli sem var einstakt með 160 krómhúðuðum ferningum sem hannaðir voru til að endurspegla birtu.

image

1959 Austin Healey Sprite

Hér er sko alvöru „broskall“ á ferðinni! Það er ekki hægt annað en að brosa til baka.

image

1967 Oldsmobile Toronado

Útstæður framendi á frambrettunum á Toronado minna mig svolítið á Studebaker Avanti. Framljósin er „falin“ á bak við lokið fyrir ofan grillið þegar þau eru ekki í notkun, svo er bara rétt magn af krómi eða hvað?.

image

1938–40 Graham

Gælunafnið „Sharknose“  eða „hákarlsnefið“ er af augljósum ástæðum, Graham 1938–40 var ekki aðeins stílhreinn heldur var hann róttækur á sínum tíma. Loftaflfræðileg hönnun Grahams, sérstaklega áberandi grillið, var djörf og ótvíræð. Það reyndist líka vera svolítið of mikið, sem skýrir hvers vegna hönnunin var aðeins notuð í þrjú ár.

image

1941 Dodge pallbíll

Flott útlit án þess að vera með of mikið af krómi. Hver segir að pallbílar geti ekki verið stílhreinir?

image

1951 Ford F1

Hér var gengið aðeins lengra í hönnuninni en á bílnum hér á undan, grillið er svo sannarlega áberandi!

image

1964 Alfa Romeo Giulia 1600 Spider

Hér fer ekki á milli mála að þessi er ítalskur, framendinn á Giulia Veloce er einfaldlega listaverk, enda teiknuð af engum öðrum en Battista Pininfarina. Þetta var ein af síðustu hönnun hans.

image

1969 Chevrolet Camaro RS Z28

Grillið á Camaro Z28 árgerð 1969 (með Rally Sport valmöguleika) er ekki mjög áberandi, en það er mjög flott - sérstaklega þegar ekki er þörf á framljósum bílsins. Þau eru falin á bak við vakúm-stýrða hlera, sem hver um sig er með þremur láréttum rimlum, og einhvern veginn kemur þetta allt vel út.

image

1948–54 Jaguar XK120

Hér er einn sem er talinn með þeim klassískari – því XK120 var með frábæra hönnun og var með lóðréttu grilli, útstæðum framljósum og einföldum tveggja hluta stuðara. Hann er hreint út sagt flottur!

image

Cadillac árgerð 1959

Caddy frá 1959 var oft lofaður fyrir goðsagnakennd afturljósin og uggana, en hann var líka flottur að framan, með fullt af framljósum og meira en 100 gimsteinalíkar „kúlur“ á grillinu. 1960 gerðir Cadillac voru með svipaða grillhönnun.

image

1966 Pontiac GTO

Pontiac framendinn hér er á '66 GTO. Tvískipt, ferhyrnt eggjabakkagrill, tveggja hæða framljós og innbyggð þokuljós eru einfaldlega klassísk.

image

1963–65 Buick Riviera

Áberandi framendi með þungu V-laga grilli og framhallandi að ofan gefur fyrstu kynslóð Riviera sérstakt útlit.

image

1958 Plymouth Fury Golden Commando

Margir voru hrifnir af framendanum á Plymouth '58, og bílarnir voru flottir löngu áður en ákveðinn rauður Belvedere varð „slæmur“ í unglingahrollvekju níunda áratugarins, sem kallaðist „Christine“. Ekki aðeins eru aðalljósin fjögur með sérstakri umgjörð, grillið er með fullt af krómi án þess að vera óhóflegt, þó það nái niður fyrir stuðarann að númeraplötunni.

image

1934 Brewster Town Car

Endum hér á einum sem við þekkjum ekki hér á landi. Útlitið minnir á „reiðan“ ránfugl!

Fleiri greinar um grill: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is