Frumgerð Subaru Levorg frumsýnd í Tókýó

Næsta kynslóð Subaru Levorg, var frumsýnd á bílasýningunni í Tókýó. Subaru kallar bílinn tæknilega „frumgerð“ en það er greinilegt að þetta er í grundvallaratriðum bíllinn sem fer í framleiðslu. Reyndar segir Subaru að framleiðsla á bílnum hefjist á seinni hluta næsta árs.

image

Þótt Subaru kalli þetta „frumgerð“ gefur þetta okkur fyrstu sýn á næstu kynslóð þess bíls. Nýi Levorg með yfirbragð sem er innblásið af hugmyndunum Viziv Performance og Viziv Tourer.

image
image

Hann er með breitt sexhyrnt grill með teygða hönnun aðalljósa umhverfis það. Hjólbogarnir hafa sterka trapisulaga lögun og það eru skarpar brúnir í gegn. Heildarsvipur er enn mjög svipað núverandi Levorg og WRX.

Ekki miklar upplýsingar enn

Subaru hefur verið létt á fóðurm varðandi smáatriðum um restina af bílnum. Grunnvélin verður ekki lengur túrbó 1,6 lítra, heldur túrbó 1,8 lítra. Þó það sé ekki tilkynnt, þá virðast vefsíður reikna með að bíllinn fá uppfærða túrbóvél 2.0 lítra, sem verður líklega deilt með WRX. Allar gerðir Levorg munu líklega halda áfram að vera aðeins með CVT-skiptingu.

Subaru nefnir einnig að bíllinn muni hafa uppfærða útgáfu af EyeSight með stereó-myndavélum, fjórum ratsjárskynjurum og kortlagningu í mikilli upplausn sem dregur úr hraða í beygjum og gerir kleift að nota handfrjálsan akstur.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is