Willys, Bantam-kerrur, dekk og svo margt fleira má sjá á ljósmyndum sem ljósmyndari Life Magazine tók í nóvember 1949 á japönsku eyjunni Okinawa. Myndaserían virðist ekki hafa verið birt í tímaritinu sjálfu á sínum tíma en þær hafa á seinni árum öðlast frægð á vefnum.

image

Það er því miður ekki margt um myndefnið að segja, þ.e. hvað varð um alla bílana og það sem á myndunum er. Þess vegna ætla ég hér á milli mynda að fjalla örlítið um ljósmyndarann sem myndirnar tók á sínum tíma.

image

Bandaríski ljósmyndarinn Carl Mydans var fæddur skammt frá Boston árið 1907 og lést í New York árið 2004.

image

Það var árið 1936 sem Mydans hóf störf hjá Life Magazine og þar kynntist hann blaðakonunni Shelley Smith. Þau gengu í hjónaband árið 1939 og voru fyrstu hjónin sem unnu fyrir tímaritið.

image
image
image

Ljósmyndarinn Carl Mydans árið 1935. Mynd/Wikipedia

image
image

Saman ferðuðust Mydans hjónin: Hann myndaði hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir Life Magazine á meðan hún skrifaði og er sagt að þau hafi ferðast um 72.000 kílómetra í stríðinu.

image

Árið 1941 voru hjónin tekin til fanga á Filippseyjum og þar (Manila) voru þau í haldi í tæpt ár. Þau voru flutt til Sjanghæ í  Kína og voru þar í haldi sem stríðsfangar þar til í desember 1943 en þá var þeim sleppt. Samtals voru þau tvö ár í fangelsi.

image

Þrátt fyrir þessa erfiðu reynslu í Asíu flökkuðu hjónin um álfuna að stríði loknu og næstu áratugina voru þau á flandri.

image

Sömuleiðis var Mydans á vettvangi í Kóreustríðinu fyrir Life Magazine og tók ljósmyndir og er óhætt að segja að þau hjónin hafi séð ýmislegt óhuggulegt á ferlinum.

image
image

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Fleiri áhugaverðir bílakirkjugarðar:

Svo eru það bílarnir sem hafa verið geymdir neðanjarðar:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is