Nissan Qashqai boðinn í tvinn og tengitvinn

Önnur kynslóð Nissan Qashqai hefur náð gríðarlegum vinsældum í Evrópu undanfarin ár. Nú þykir sýnt að þriðja kynslóðin líti brátt dagsins ljós. Nissan hefur kynnt nýjan Qashqai með lítilsháttar útlitsbreytingu á 2020 árgerðinni en jafnvel er reiknað með að ný kynslóð líti ekki dagsins ljós fyrir en 2022.

image

Ekki þykir ólíklegt að þriðja kynslóð Nissan Qashqai geti litið einhvernveginn svona út.

Nissan Qashqai fær veglega uppfærslu hvað útlit varðar en bíllinn verður ekki stærri en fyrirrennarinn og díselvélinni er lagt.

image

Nissan IMQ hugmyndabíllinn hefur vakið mikla athygli.

Við erum að skoða ePower tæknina fyrir Evrópu, útskýrði Ponz Pandikuthira aðstoðar framleiðslustjóri Nissan í Evrópu. Í Japan er mun minni hraði á akbrautum eða um 100 til 120 km/klst. á meðan hraðinn í Evrópu er mun meiri eða 130 til 140 km/klst. Þetta veldur því að meira álag er á bensínvélinni sem framleiðir rafmagn fyrir rafmagnsmótorinn og aksturinn verður ekki eins hagkvæmur.

image

Innanrými IMQ bílsins er háþróað.

Áætlað er að hinn nýi Nissan Qashqai verði um eða undir 50 gr/km. í CO2 eða svipað og Outlander PHEV.

Byggt á frétt frá Autoevolution.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is