Porsche Cayenne blæjubíll

Porsche dustar rykið af 2002 Cayenne Cabriolet sem aldrei varð að veruleika – 20 árum eftir að hann var búinn til

Hann var einn af þremur öðrum valkostum sem komu til greina fyrir sportjeppann

image

Porsche bætti öðrum valkosti við Cayenne-línuna þegar fyrirtækið setti Coupe-afbrigðið af þriðju kynslóð bílsins á markað fyrir árið 2020, en hugmyndin um að auka úrvalið er jafngömul og jeppinn sjálfur. Fyrirtækið var að varpa ljósi á blæjubíl sem hefði getað komist í framleiðslu.

Upprunalegi Cayenne var kynntur í desember 2002 og var eingöngu boðinn sem fjögurra dyra sportjeppi. Stjórnendur íhuguðu þrjár gerðir yfirbyggingar til viðbótar: Coupe, þriggja sætaraða gerð sem er lengd um 20 cm og blæjubíl.

image

En þótt hætt hafi verið við þessa þrjá á endanum, smíðaði Porsche líkan í raunstærð af blæjubílnum svo að hönnuðir hans gætu athugað hvort yfirbyggingin væri þægileg og hagnýt, leikið sér með mismunandi úrvalsvalkosti og sett sig inn í hönnun á afturenda bílsins. Þetta útskýrir hvers vegna tvær útgáfur eru til af afturenda bílsins.

image

Sjónrænt lítur Cayenne blæjubíllinn út nálægt venjulegum sportjeppa þegar hann er skoðaður að framan. Það er önnur saga séhorft á hann frá hlið: Hann hefur tvær hurðir og hann er búinn svörtum mjúkum toppi sem er hannaður til að fella inn í skottið með vélbúnaði sem er svipaður þeim sem er á 911 Targa.

image

Að aftan, ja ... það fer eftir því frá hvaða sjónarhorni er horft. Sé horft á bílinn ökumannsmegin er hann líkari 911 en farþegamegin er hann kantaðri og meira líkur jeppanum. Flestir innri hlutar fyrir framan ökumanninn eru eins og í venjulegum Cayenne, eins og þriggja arma stýrið.

image

Porsche útskýrir að hætt hafi verið við Cayenne Cabriolet vegna þess að fyrirtækið gæti ekki lagt fram hagstæð viðskiptarök fyrir gerðinni. Hönnunartengdar áhyggjur áttu þó einnig þátt í því að hætt var við bílinn.

image

„Jeppi sem blæjubíll er áskorun bæði fagurfræðilega og formlega. Jeppi hefur alltaf stóra og þunga yfirbyggingu. Þú sameinar þetta með litlum efri helmingi og klippir svo þakið af - mjög undarleg form koma út úr því“, sagði Michael Mauer yfirhönnuður Porsche.

(frétt á vef Autoblog og Top Gear – myndir Porsche)

Fleira sem ekki komst alla leið á götuna: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is