Porsche fagnar 25 ára afmæli Boxster með sérútgáfu

    • Afmælisútgáfan af Porsche Boxster 25 ára, sem kemur í fáum eintökum, er knúin af 395 hestafla 4,0 lítra hefðbundinni „boxer-vél” og er með fjölda af einstökum útlitsbreytingum

Porsche hefur hleypt af stokkunum nýrri sérútgáfu af Boxster til að fagna silfurafmæli opna sportbílsins. Hann er kallaður, frekar óvænt, „Boxster 25 Years“ - framleiðslan er takmörkuð við aðeins 1.250 eintök um allan heim og búist er við að fyrstu sendingar berist með vorinu. Verð mun byrja frá um 12,6 milljónum króna.

Hann er knúinn sömu 4,0 lítra flötu-sex strokka vélinni og var í flaggskipinu Porsche Boxster GTS. Hann er með 395 hestöfl og 400 Nm tog, sem dugar í 0–100 km á fjórum sekúndum og hámarkshraða um 290 km/klst.

image

Vélin er tengd við sex gíra beinskiptan gírkassa sem staðalbúnað, þó sjö gíra sjálfskipting sé fáanleg.

image

Sérstök útgáfa Boxster er einnig með „Active Suspension Management“-kerfi Porsche, sem lækkar aksturshæð bílsins um 10 mm og bætir við aðlagaða höggdeyfum. Kaupendur fá einnig vélrænt takmarkaða mismunadrifslæsingu, kerfi með stýringu á togi og Sport Chrono-pakka Porscheþ

image

Eins og upprunalegi Boxster, er þessi sérstaka gerð með Bordeaux rauðu blæjuþaki, þó upphleypt með „Boxster 25“ letri í tilefni afmælisins.

Annað tibrigði hönnunar er lík og í upprunalega sportbílnum, en Porsche hefur búið Boxster 25 Years með par af Bordeaux leðurklæddum sportsætum. Kaupendur fá einnig áláherslur í innréttingu, sportstýri með leðri og sérhönnuð stigbretti, með „Boxster 25“ merkinu.

Þegar hugmyndabíllinn var afhjúpaður í janúar 1993 var umfang jákvæðra viðbragða frá almenningi svo yfirþyrmandi að framkvæmdastjórn Porsche tók sig til og sagði verkfræðingateyminu að byggja framleiðslugerðina nákvæmlega eins og sýningarbíllinn.

image

Framleiðslugerð bílsins kom í sýningarsali í ágúst 1996 með útlit sem hélst trú hugmyndabílnum. Framendinn var fyrirrennari þess sem einnig kom á 996 kynslóð 911 og var knúin áfram af 201 lítra 2,5 lítra flatri sexu, sem komið var fyrir í miðjum bílnum. Vélin var vatnskæld, ásamt nýju breytilegu inntakstímakerfi, gerði henni kleift að uppfylla strangari reglur um losun.

(Auto Express - myndir Porsche)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is