Flottir en vont að aka eða ljótir og gott að aka

Kannast einhver við að hafa langað í bíl sem er svo flottur að hann hafi keypt hann þrátt fyrir að bíllinn væri hundleiðinlegur í akstri?

Ópraktískur bíll

Fyrsta sem ég sagði: hvernig datt þér þetta í hug? Bara, mér fannst hann flottur og svo töff litur. Þetta er eini bíllinn með þessum lit sagði félaginn. Áfram var ég leiðinlegur – hvernig er fyrir þig að komast inn og út? Það er smá trikkí en það tekst, sagði þessi ágæti vinur minn og tróð sér út úr bílnum með aðförum sem ég ætla ekki að lýsa.

Þess má geta að bílinn átti hann út vikuna og skipti þá upp í jeppa minnir mig.

image

Flottur. En það þarf jógatíma til að komast inn og út.

Ég hef sjálfur farið ótroðnar slóðir í bílakaupum. Óhræddur við að prófa eitthvað nýtt.

Það skiptir mig nefnilega engu máli af hvaða gerð bíllinn er – svo fremi sem hann heillar. Það var bara nokkuð gott að aka fyrsta bílnum sem ég eignaðist en það var bara svo sjaldan sem hann vildi aka.

Síðasta bílafíflið

Eitt sinn kom vinur minn á vinnustaðinn, leit út um gluggann á skrifstofunni og sagði: „Ég sé að síðasta bílafíflið er ekki fætt” og benti á splunkunýjan Peugeot 1007. Hvað meinar þú? sagði ég frekar sár því ég vissi að hann var að tala um nýja Peugeotinn minn.

Þessi bíll var ljótur, ég bara sá það ekki fyrir geggjuðu rafopnanlegu dyrunum á honum.

Á drungalegum haustmorgni, viku síðar ók ég niður Vesturlandsveginn í mígandi rigningu með rafmagnsdyrnar hálfopnar því þær lokuðust ekki eins og þær voru hannaðar til.

image

Minn var blár eins og þessi.

En það var samt gott að sitja í honum. Reyndar var rafmagnsskiptingin ekki sú skemmtilegasta en þá viku sem ég ók þessum bíl tókst mér næstum að venjast henni.

Hundleiðinlegur

Á níunda áratugnum réði ég mig að til að aka á milli heimila og rukka fyrir fyrirtæki í Reykjavík. Til þess fékk ég VW bjöllu til umráða.

Ég hlakkaði mikið til að aka bjöllunni enda þvílíkar sögur innan fjölskyldunnar um þessa tryggu og harðduglegu bíla.

Sögur um fullan bíl af farangri, sex manns í bílnum og þar af tveir ungar (börn) í litlu hólfi fyrir aftan aftursætin og enginn í beltum. Svo var ekið í útileguna og allir mega sáttir. Fótstigin á bjöllunni komu upp úr gólfinu. Mikið rosalega fannst mér ekki gott að aka bjöllunni.

image

Bjallan er hinn vænsti bíll - en ekki fannst mér hann þægilegur í akstri.

Ég reyndar nefndi það aldrei því ég hélt kannski að ég væri eitthvað öðruvísi til fótanna en aðrir sem dásömuðu þessa bíla þegar á þá var minnst.

Ekki góður í ísbíltúra

Eitt sinn tók ég að mér að bóna bíla í frítímanum. Þá gat maður dundað sér við að dást að flottum bílum og skutla þeim fram og til baka til eigandans eftir þrif. Í lok níunda áratugarins tók ég að mér að þrifa BMW M3. Bíllinn var gullfallegur, hljóðið í vélinni var æðislegt og fáránlega gott að sitja í sleipum leðursætunum.

image

Gríðarlega „ekki lipur" bíll.

Hins vegar voru gírarnir og kúpling svo stíf að bíllinn hökti af stað úr kyrrstöðu í hvert skipti sem gefið var inn.

Krafturinn var svo mikill að ef ég svo mikið sem dirfðist að gefa aðeins í byrjaði fákurinn að snúast eins og kettlingur á eftir garnknippi.

Ljúfur lúxusbíll

Einn er sá bíll sem ég hef tekið í sem erfitt er að gleyma. Það er BMW 750i.

image

Hreint út sagt: Meiriháttar bíll.

Einn var sá bíll sem mér fannst ávallt sérstakt að aka.

Hann var stífur, þungur í stýri, alltof mjúk sæti og mælaborðið mjög sérstakt – eins og þú horfðir ofan á mælana.

image

Klossaður, þungur í stýri, afllítill og stífur í gírum.

Gírskiptining var sérlega stíf líka. Fótstigin líka. Þetta var Renault 21 – einn af stærri bílunum frá Renault í kringum 1985.  

Eftirminnilegur jeppi? Jú, það er bara eitt um hann að segja. Hann heitir Land Cruiser 100.

Sá var árgerð 1999 ef ég man rétt. Átta strokka með öllu og jafndýr og hann er í enn í dag.

image

Hvað er það við þessa bíla sem gerir þá svona vinsæla?

Eftirminnilegur og sérlega lipur

Ég ók eitt sinn fyrir aðila sem dreifði mat til aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Dacia Dokker var bíll sem ég valdi umfram aðra bíla á svæðinu enda var sá frábær í akstri og mun betri en bræður hans sem ég gat einnig valið um að nota.

image

Þessi skorar hátt. Lipur og þægilegur í alla staði sem lítill sendibíll.

Sá heitir Dacia Dokker og er einn liprasti dísel bíll sem ég hef kynnst.

Fótaplássið með ólíkindum, gírskipting svo lipur að maður fann ekki fyrir því að aka þessu. Ég valdi þennan bíl umfram alla aðra sem í boði voru á vinnustaðnum.

image

Flott hönnun einkennir þessa gerð Volvo. Volvo var kynntur sem „fasteign á hjólum" á árum áður.

Maður sleppir ekki Toyota Corolla, einum mest selda bíl í heimi í þessari yfirferð. Toyota Corolla hefur oft komið, séð og sigrað. Hins vegar eru margir sem hnýta í hana og segja að þetta sé bara málmker með fjórum hjólum með engan karakter. Og getur það vel verið að einhverjum finnist það.

image

Sjöunda kynslóð Toyota Corolla. Liftback varð sérega vinsæl gerð.

Hins vegar er ég á þeirri skoðun að sjöunda kynslóð Toyota Corolla sem kom árið 1993 er ein sú allra best heppnaða Corolla allra tíma.

Sérlega lipur, sparneytin, plássmikil og með nokkuð kraftmiklum vélarkostum miðað við það sem var í boði í samkeppni þess tíma.

Fleiri greinar eftir sama höfund:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is